Mímir - 01.03.1983, Síða 51
Andstæður
Andstæður og samstæður eru mjög veiga-
miklar í þessum sálmi. Það er strax í fyrsta
erindi útleggingarinnar sem andstæður eru
dregnar upp:
Stríðsmenn ♦-------♦ Drottinn
brjóta ♦-----------♦ varðveitir
Samstæðupörin fjögur eru í senn andstæður.
4 Þar er sama hugsunin skýrð út bæði hlut-
lægt, þ.e. með tilvísun í sögu eða orðna at-
burði (yfirnáttúrulega) og síðan huglægt, þ.e.
með túlkun á blóði Krists og líkama. I sjöunda
erindi eru dregnar upp andstæðurnar, líkam-
leg og trúarleg sjón Þessar einföldu andstæð-
ur tengjast samstæðupörunum að því leyti að
síðari hluti samræðnanna, huglægi hlutinn
skýrist ekki nema maður hafi trúarlega sjón.
I 13. og 14. erindi koma fyrir skýrar and-
stæður til að draga fram dýrð guðs og yndis-
leik:
i, hryggðarmyrkur ♦------------♦ sólarljómi
hryggðarmyrkur ♦--------♦ ástar birta guðs
Þannig verður frelsunin miklu áhrifameiri.
Sama aðferð kemur fram í 18. erindi þar sem
Hallgrímur segir hjartað sitt vera saurgað
og biður um hreinsun með blóði Krists.
I 19. erindi beitir hann þeirri aðferð sem
einkennir sálminn, að stilla hlutlægu gegn
huglægu.
Endurtekningar
I þessum sálmi er mikið um endurtekning-
ar, bæði í orðalagi og efni. Meginstefin sem
ganga í gegnum allan sálminn eru marg-
endurtekin og birtast í margskonar myndum.
I 8.—10. erindi klifar skáldið á sárum og
blóði Krists og virðist tilgangurinn vera að
legaia áherslu á fórn Krists og óeigingirni.
Endurtekningar á orðalagi eru líka innan
samstæðunaranna eins og áður hefur komið
fram. Með því að nota sömu orð, jafnvel í
samsvarandi línum í báðum erindunum, teng-
ir hann þau enn betur saman þannig að ekki
er hægt að rjúfa þau úr samhengi hvort við
annað.
I sautjánda erindi notar hann sama rím-
orðið, ég, þrisvar sinnum (epifora).
Formleg atriði
48. sálmur er undir sálmahætti. Bragar-
hátturinn er 6 vísuorð og víxlast kvenrím og
karlrím, ababab.
Tíðanotkun er dálítið öðruvísi í þessum
sámi en hinum tveimur, það er ekki eins ein-
dregin hreyfing frá þátíð til nútíðar. Sálm-
urinn byrjar að vísu í þátíð og endar í nútíð,
en eðli sálmsins, þ.e. samlíkingarpörin, felur
í sér að þátíð er skotið inn í þegar líkingin
er sótt aftur í fortíðina.
Notkun persónufornafnanna verður ekki
almenn fyrr en í þremur síðustu versunum.
Þá er Hallgrímur horfinn frá útleggingunni
og er orðinn persónulegur og bænheitur, sbr.
rímið í 17. erindi. I fjórum af sex rímþrennd-
um í síðustu þemur erindunum eru persónu-
fornöfn rímorðin. Það er aðeins í þessum er-
indum sem persónufornöfn eru rímorð, einu
fornöfnin sem hann notar áður eru eignar-
fornöfn, t.d. Jesú minn.
Erindin tengjast vel saman eins og áður
hefur komið fram og er uppsetning þeirra
mjög markviss:
Texti Útl. Millik. Ötl. Bæn - samtvinnun
______________________________
1-3 4 3-6-7 -8-9-10 11-17 18 -19
__-ífe-___________
Heild
I þessum sálmi færist friður og ró yfir í
lokin. Myrkur og fordæðuskapur hermann-
anna leysist upp í himneska ró. Til þess að
allt þetta góða gæti orðið þurfti vonsku og
pretti mannanna. Þannig virðist hið illa hafa
veitt hinu góða brautargengi án þess að vita
það sjálft.
i-
49