Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 52

Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 52
Samantekt Niðurstöður þessara þriggja athugana eru mjög svipaðar í grundvallaratriðum. Það hef- ur sýnt sig að Hallgrímur beitir mjög svipuð- um aðferðum í þeim öllum. Hann byggir sálmana upp eins, má skipta þeim öllum í þrjá hluta: texta, útleggingu og bæn eða persónulegt ákall. I þessum þremur sálmum heldur hann þáttunum aðskildum en í sum- um sálmanna fléttar hann textann inn í út- legginguna. Hann vinnur sálmana út frá text- anum og bindur útlegginguna við þá megin- hugsun sem fram kemur í honum. Þó að hann sé þannig rígbundinn háir það honum aldrei í útleggingunni. I þessum þremur sálmum notar hann mikið sömu orð sem koma fyrir aftur og aftur, en í nýju ljósi. 17. sálmur er að vísu sérstakur bar sem textinn er aukaatriðið og útlegging- in leggur til þá hugsun eða hugtök (akur- giald) sem heldur sálminum saman til enda, en auðvitað tengist hún textanum. Hallgrímur er meistari í að snúa orðum til og frá, og eru myndhverfingar mikill hluti af list hans. Hann líkir hugsunum eða illa út- skýranlegum trúarhugtökum við hlutlægan veruleika þó að stundum sé ekki um röklegt samhengi að ræða. En lesandinn fellst ein- hvern veginn á þessar samsamanir því að að- ferð Hallgríms felst að vissu leyti í dáleiðslu. Sálmarnir stigmagnast, allt frá textanum og síðan í útleggingunni þangað til að hápunkti er náð í bæn og himneskri ró. Hver sálmur srendur sem ein heild og gæti staðið einn sér. Textinn vekur upp spurningar sem útlegging- in vinnur úr en í bæninni er öllum þráðum safnað saman og andstæður leystar upp. Hallgrímur notar mikið hliðstæður og and- stæður. Stillir tveimur ólíkum athöfnum upp sem bliðstæðum og vinnur síðan upp úr þeim. Hann notar líka orðalegar andstæður, t.d. í sama erindinu talar hann um myrkur og ljós. Unphaf og endir sálmanna eru líka á vissan hátt andstæður. Það ríkir togstreita á milli textans og útleggingarinnar og bænarinnar í lokin. Lokaorð List er brothættur hlutur og vandmeðfar- inn. Hún verður ekki útskýrð fremur en feg- urðin og stundum er hætta á að maður eyði- leggi hann með því að kryfja of nákvæmlega. Sú var hættan þegar ég tók til að athuga Passíusálmana. En eftir að hafa velt þeim fyrir mér á alla vegu, bútað sálmana og ein- stök erindi niður er mér enn ljósar en áður hversu sálmarnir eru mikið listaverk. Hall- grímur var kunnáttusamur orðasmiður sem notaði vel þá möguleika sem textinn eða ein- stök orð buðu honum upp á. Hver sálmur er óvæntur því hugmyndaflug hans er slíkt. Þó að hann leiki sér aftur og aftur með sömu hugmyndirnar tekst honum á snilldarlegan hátt að varpa nýju Ijósi á yrkisefnið í hvert sinn. Það er mikill trúarhiti og einlægni í Passíu- sálmunum og er nauðsynlegt að vita nokkur deili á kristnum trúarhugmyndum ef maður á að geta slcilið skáldverkið til fullnustu. En sanntrúaður þarf rnaður ekki að vera því að skáldverkið stendur á svo traustum fótum að listin og snillin hrífur mann með. Góð listaverk þola krufningu og verða jafn- vel enn betri þegar innviðir þeirra eru athug- aðir. Passíusálmarnir verða betra og sannara listaverk þegar þeir eru kannaðir bókmennta- lega eins og hér hefur verið gert. Ég held að þó að margt hafi breyst í þjóðfélagi okkar, frá því að Hallgrímur Pétursson orti þessa sálma, breytist manneskjan lítið og sönn lista- verk þarfnast ekki ákveðinna aðstæðna, til að vera lifandi, heldur opins og gagnrýnins lesanda. TILVITNANIR: 1) Sbr. heimildaskrá. Helgi Skúli Kjartansson hef- ur að vísu skrifað um mál og stíl Passíusálm- anna en þær athuganir eru allt of yfirborðs- kenndar og tætingslegar til að verða að gagni. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.