Mímir - 01.03.1983, Page 59

Mímir - 01.03.1983, Page 59
undir augum“ er dæmi um það hvernig skáld- ið tengir saman tvö ákveðin merkingarsvið og uppsker tvíræðni og hnitmiðun sem að mínu mati er aðall ljóðagerðar Sigurðar Páls- sonar. Svefnpokar gefa í annan stað vísbend- ingu um þreytu ferðalanganna, pokar undir augum og þar sem þeir eru jú tengdir svefni þá liggur fyrri liðurinn vel við höggi. Utkom- an verður síðan þetta algenga orð fyrir „svefn- ílát“ sem tilheyrir öllum ferðalögum og á því vel við hér. Reimleikar bílsins er annað dæmi. Annars vegar táknar orðið hávaða og skrölt bílsins en hins vegar ef tekið er mið af stað- háttum og sögu þeirra, öðlast það víðari skír- skotun.'" Vænsta kinnhest er dæmi um íróníu höfundar sem styrkist síðar í ljóðinu með til- liti til áðurnefndrar hestslíkingar. Endurtekningar skipa veglegan sess hjá Sigurði og ýmist eru það heilar setningar: ,,með svefnpoka undir augum“ sem hægt er að kalla táknrænt, n.k. kjörorð (mottó) ferð- arinnar. Tilbrigði við setningar eru endur- tekin: „höldum við ferðinni til streitu"----* „höldum saman ferðinni til streitu“. Pessi skipting á við og saman er taktísk í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið um samband manns og bíls. Þá eru það einstök orð sem eru endurtekin, t.d. „vænsta”. Orða- sambandið „ýlfrandi hrímþoka" er sterkt og sérkennilega hljómrænt og þá aðallega fyrir tilstilli nálæga sérhljóðans, [i] /í/, sem er í áhersluatkvæði beggja orða. Ef hugsað er til kvæðis Gríms þá mætti hugsa sér skyldleika með þessu orðasambandi og línunni: „þaut í holti tófa“. Þriðja erindið er sem fyrr segir n.k. opinberun sem ber snöggt að: „vaknar skyndilega spegill vatns eftir fæðingarhriðir sandsins“. Pessu orði, fæðingarhríðir, er ætl- að að tjá þá þjáningu sem ferðin yfir sandinn hefur í för með sér vegna bílsins og vegarins, en líkingin við fæðinguna er einföld og auð- * Petta mætti líka túlka sem háð hjá Sigurði gagn- vart hjátrú og draugahyggju Gríms í fyrrnefndu kvæði. Einu reimleikarnir eru hávaðinn í bílnum. skilin og iðulega brúkuð í talmáli við svipað- ar aðstæður. Þá hleypir orðið hríðir enn einni vídd í ljóðið í merkingunni snjó eða sand- bylur. Það er gaman að velta því fyrir sér hvað eitt lítið sérhljóð getur haft mikið gildi í skáldskap. Hér er talað um óráð myrkurs. í þessu samhengi táknar þetta bæði hversu lengi myrkrið hefur drottnað og einnig gefur forskeytið ó tilefni til að það sé túlkað nei- kvætt. Það má segja að Sigurður fari troðn- ar slóðir í vali sínu á fulltrúum byggðar og óbyggðar. Eftirfarandi mynd sýnir kannski betur hvað við er átt: Byggð *--------* Óbyggð Sól ♦-----$ Myrkur Þessi mynd sýnir ferðalagið í hnotskurn. Sólin er fulltrúi byggðarinnar en myrkrið ó- byggðarinnar. Þetta er kannski það eina sem þeir kollegar Sigurður og Grímur eiga sam- eiginlegt, að byggðin er jákvæð en dvölin í óbyggðum kvöl, þjáning. Hnitmiðun í myndmáli, hæfileiki höfund- ar til að segja mikið í beinni mynd kemur glöggt fram í setningunni: „við sjáum stráin falla fyrir blaðsins egg“. Þarna gefur hann okkur tilfinningu fyrir gróðri og heyskap og um leið að við séum loks komin til manna- byggða. Síðasti hluti ljóðsins gefur tilefni til nokkurra vangaveltna. Til dæmis yrðu áhrif hans allt önnur ef síðasta línan, „í sólinni“ væri felld niður. Þá væri skammt í það að tengia saman „blaðsins egg“ og „vofur“ og fá hina sígildu mynd dauðans; maðurinn með Ijáinn. Sakir þessarar síðustu línu svo og orðsins ,.kankvísa.r“ verður mvndin glaðvær og í anda fagnaðar skáldsins yfir því að vera kominn til byggða. Þá mætti hugsa sér „vofur nttiándualdarskálda“ sem íróníu, skot á gömlu h'átrúna sem lióð Gríms er verðugur fulltrúi fyrir eða þá að þetta séu þingeyskir bændur 57

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.