Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 59

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 59
undir augum“ er dæmi um það hvernig skáld- ið tengir saman tvö ákveðin merkingarsvið og uppsker tvíræðni og hnitmiðun sem að mínu mati er aðall ljóðagerðar Sigurðar Páls- sonar. Svefnpokar gefa í annan stað vísbend- ingu um þreytu ferðalanganna, pokar undir augum og þar sem þeir eru jú tengdir svefni þá liggur fyrri liðurinn vel við höggi. Utkom- an verður síðan þetta algenga orð fyrir „svefn- ílát“ sem tilheyrir öllum ferðalögum og á því vel við hér. Reimleikar bílsins er annað dæmi. Annars vegar táknar orðið hávaða og skrölt bílsins en hins vegar ef tekið er mið af stað- háttum og sögu þeirra, öðlast það víðari skír- skotun.'" Vænsta kinnhest er dæmi um íróníu höfundar sem styrkist síðar í ljóðinu með til- liti til áðurnefndrar hestslíkingar. Endurtekningar skipa veglegan sess hjá Sigurði og ýmist eru það heilar setningar: ,,með svefnpoka undir augum“ sem hægt er að kalla táknrænt, n.k. kjörorð (mottó) ferð- arinnar. Tilbrigði við setningar eru endur- tekin: „höldum við ferðinni til streitu"----* „höldum saman ferðinni til streitu“. Pessi skipting á við og saman er taktísk í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið um samband manns og bíls. Þá eru það einstök orð sem eru endurtekin, t.d. „vænsta”. Orða- sambandið „ýlfrandi hrímþoka" er sterkt og sérkennilega hljómrænt og þá aðallega fyrir tilstilli nálæga sérhljóðans, [i] /í/, sem er í áhersluatkvæði beggja orða. Ef hugsað er til kvæðis Gríms þá mætti hugsa sér skyldleika með þessu orðasambandi og línunni: „þaut í holti tófa“. Þriðja erindið er sem fyrr segir n.k. opinberun sem ber snöggt að: „vaknar skyndilega spegill vatns eftir fæðingarhriðir sandsins“. Pessu orði, fæðingarhríðir, er ætl- að að tjá þá þjáningu sem ferðin yfir sandinn hefur í för með sér vegna bílsins og vegarins, en líkingin við fæðinguna er einföld og auð- * Petta mætti líka túlka sem háð hjá Sigurði gagn- vart hjátrú og draugahyggju Gríms í fyrrnefndu kvæði. Einu reimleikarnir eru hávaðinn í bílnum. skilin og iðulega brúkuð í talmáli við svipað- ar aðstæður. Þá hleypir orðið hríðir enn einni vídd í ljóðið í merkingunni snjó eða sand- bylur. Það er gaman að velta því fyrir sér hvað eitt lítið sérhljóð getur haft mikið gildi í skáldskap. Hér er talað um óráð myrkurs. í þessu samhengi táknar þetta bæði hversu lengi myrkrið hefur drottnað og einnig gefur forskeytið ó tilefni til að það sé túlkað nei- kvætt. Það má segja að Sigurður fari troðn- ar slóðir í vali sínu á fulltrúum byggðar og óbyggðar. Eftirfarandi mynd sýnir kannski betur hvað við er átt: Byggð *--------* Óbyggð Sól ♦-----$ Myrkur Þessi mynd sýnir ferðalagið í hnotskurn. Sólin er fulltrúi byggðarinnar en myrkrið ó- byggðarinnar. Þetta er kannski það eina sem þeir kollegar Sigurður og Grímur eiga sam- eiginlegt, að byggðin er jákvæð en dvölin í óbyggðum kvöl, þjáning. Hnitmiðun í myndmáli, hæfileiki höfund- ar til að segja mikið í beinni mynd kemur glöggt fram í setningunni: „við sjáum stráin falla fyrir blaðsins egg“. Þarna gefur hann okkur tilfinningu fyrir gróðri og heyskap og um leið að við séum loks komin til manna- byggða. Síðasti hluti ljóðsins gefur tilefni til nokkurra vangaveltna. Til dæmis yrðu áhrif hans allt önnur ef síðasta línan, „í sólinni“ væri felld niður. Þá væri skammt í það að tengia saman „blaðsins egg“ og „vofur“ og fá hina sígildu mynd dauðans; maðurinn með Ijáinn. Sakir þessarar síðustu línu svo og orðsins ,.kankvísa.r“ verður mvndin glaðvær og í anda fagnaðar skáldsins yfir því að vera kominn til byggða. Þá mætti hugsa sér „vofur nttiándualdarskálda“ sem íróníu, skot á gömlu h'átrúna sem lióð Gríms er verðugur fulltrúi fyrir eða þá að þetta séu þingeyskir bændur 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.