Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 8

Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 8
— Ja — þá gerirðu það nú aldrei, sagði hún. — Jú, mig langar til þess núna. Og ég tók hana í faðm minn og þrýsti henni að mér og varaliturinn hennar breiddist út um andlit okkar beggja. Ég veit ekki rétt vel hverju næst fór fram, en sjálfsagt hef ég sagt henni að ég elskaði hana, því að mér varð allt í einu ljóst að svo var. Og að ég hefði alltaf elskað hana, því að ég var líka viss um það. Ég sagði einnig: Já, ég er afbrýðissamur — og þú skalt ekki hætta á að láta mig verða það aftur. Það var yndislegt að halda henni í faðmi sínum. — Kjáninn júnn, hvíslaði hún. Ég gerði þetta allt til þess að ná í þig. Og nú vona ég að þú skiljir, lesandi góður, hvers vegna ég er Rut þakklátur fyrir hina skemmtilegustu fræðslu, sem ég nokkurn tíma hef fengið. Það hlotnast ekki hverjum og einum, að fylgjast með því í smáatriðum frá upphafi til enda, hvernig stúlka fer að því, að krækja í hann, — já, og jaínvel hjálpa til sjálfur. Hvað erma- hnöppunum viðvíkur, þá er líklega rétt, við nánari athugun að þú látár þá ekki af hendi. Ég gæti annars átt á hættu að Pétur yngri fyndi þá og gleypti, Mér er ekki rétt vel Ijóst, hvers vegna ég tala um Pétur yngri með slúkri fullvissu, því það eru margir mánuðir, þangað til von er á honum. En Rut segir að það verði áreiðanlega strákur, og þegar Rut hefur ákveðið eitthvað, þá — — SKRÍTLUR — Ameríkumaður, sem var nýkominn heim til Bandaríkjanna, sat að kvöldverði með Englend- ingi, og sá síðarnefndi kvartaði mjög yfir forinni í Ameríku. „Já,“ sagði Ameríkaninn, „en hún er ekkert á móti forinni í Englandi." „Vitleysa!" sagði Englendingurinn. „Satt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Núna rétt nýlega lenti ég í merkilegu ævintýri — lá við að ég móðgaði gamlan herramann — allt fyrir bölv aða forina ykkar.“ „Sumar göturnar eru dálítið óhreinar á þess- um árstíma, skal ég viðurkenna," sagði Engí lendingurinn. „Hvernig var þetta ævintýri þitt?“ „Jú,“ sagði Ameríkaninn, „ég var á gangi eftir götu í London og tók eftir því, að forin var mjög djúp, og allt í einu sá ég pípuhatt fljótandi ofan á stórum forarpolli. Ég ætlaði að gera einhverj- um greiða og krækti stafnum í hattinn, en þá lítur gamall herramaður lupp undan honum, undrandi og yggldur á brún.“ „Halló“ sagði ég. „Þú ert nokkuð djúpt í því!“ „Dýpra en þú heldur," sagði hann. „Ég stend uppi á strætisvagni!" V' írskur herramaður mætti frú, sem legið hafði sjúk, og spurði kurteislega um líðan hennar. „Ég var næstum dáin,“ sagði hún. „Ég fékk líkeitrun." „Já, var það svo?“ sagði írinn. Og hann bætti við í trúnaðartón: „Það sést á þess, og svo del- iríum tremens, „að maður getur aldrei vitað nú á dögum, hvað manni er óhætt að eta eða drekka.“ 6 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.