Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 13

Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 13
Alitshnekkir Smásaga eftir JACK LONDON Þetta var lokaþátturinn. Subienkov hafði þrætt langa slóð beiskju og skelfinga, hann hafði gert sig heimakominn í höfuðborgum Evrópu eins og dúfa, og hér, fjær en nokkru sinni áður, í rússnesku Ameríku, var slóð- in á enda. Hann sat í snjónum, með hend- urnar bundnar fyrir aftan bak, og beið pyntinganna. Hann einblíndi á kynlegan hátt fram fyrir sig á risavaxinn Kósakka, er lá á grúfu í snjónum, stynjandi af kvölum. Karlmennirnir höfðu lokið meðferð sinni á risanum og höfðu aíhent kvenfólkinu hann. Að þær fóru frant úr karfmönnunum í djöfulæðinu, það staðfestu óp mannsins. Subienkov horfði á og það fór hrollur um hann. Hann var ekki hræddur við að deyja. Hann hafði of lengi horfzt í augu við dauðann, á þessari þreytandi leið frá Var- sjá til Nulato, til þess að hann hryllti við dauðanum einum saman. En honum var ekki sama um pyntingarnar. Þær röskuðu sálarró hans. Og þessi röskun stafaði ekki eingöngu af tilhugsuninni um þær kvalir, sem hann hlyti að þola, heldur af tilhugs- uninni um þá hryggðarmynd, sem kvalirn- ar myndu gera úr honum. Hann vissi, að hann myndi biðjast vægðar, og þrábiðja, og grátbæna, alveg eins og Stóri Jón og hin- ir, er farnir voru á undan honurn. Þetta myndi ekki verða skemmtilegt. Að láta lífið á karlmannlegan og hressilegan hátt, með brosi á vör og gamanyrðum — ja-há, það myndi hafa verið hinn rétti framgangsmáti. En að verða frá sér, að láta verkjarflog holdsins yfirbuga styrk sálarinnar, að æpa og veina éins og api, að verða að óarga- dýrf — a-ha, það var það, sem var hræðileg- ast. Það hafði ekki verið neinn möguleiki til undankomu. Allt frá upphafi, þegar hann hafði dreymt hlina ólmustu dirauma um sjálfstæði Póllands, hafði hann orðið leik- soppur örlaganna. Allt frá upphafi, í Var- sjá, í St. Pétursborg, í námum Síberíu, á Kamchatka, á svaðilfleytum loðskinnaþjóf- anna, höfðu örlögin verið að reka hann á- frarn að þessum leikslokum. Engum efa var það undirorpið, að þessi leikslok voru greipt á grunnmúra veraldarinnar honum til handa, er var svo hreinn og tilíinninganæm- ur, hvers taugar tæplega leituðu skýlis und- ir hörundinu, til handa honum, er var draumsjónamaður og skáld og listamaður. Áður en nokkurn hafði dreymt um tilkomu hans, hafði það verið fastákveðið, að þessi ólgancli hafsjór tilfinninganæmisins, sem var aðaluppistaðan í sköpun hans, skykli dæmdur til þess að lifa hinu ómengaðasta og naktasta villimannalífi og deyja í þessu fjarlæga landi næturinnar, á þessum skuggalega stað handan yztu landamæra veraldarinnar. Hann andvarpaði. Svo að þessi stóri hlut- ur fyrir framan hann var Stóri Jón — Stóri Jón, risinn, ti.lfinningalausi maðurinn, járnkarlinn, Kósakkinn, er gerzt hafði sjó- ræningi, er var daufgerður eins og uxi, er hafði svo óþroskað taugakerfi, að píslir, sem voru nærri því óbærilegar fyrir venju- lega menn, orkuðu tæplega á hann sem sak- leysislegt þukl. Jæja, jæja, við skulum láta Nulato-Indíánana um að finna taugar Stóra Jóns og rekja þær að rótum hinnar titrandi sálar hans. Þeir voru vissulega á góðri leið. Það var ótrúlegt, að nokkur maður skyldi geta þolað annað eins og haldið lífi. Stóri 11 SKEMMTISOGUR

x

Skemmtisögur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.