Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 15

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 15
menn orðið að skepnum. Þrisvar hafði hann siglt austur frá Kamchatka. Og þrisvar, eftir að hafa liðið allaf hugsanlegar þjáningar og hörmungar, höfðu hinir eftirlifandi komið aftur til Kamchatka. Það hafði ekki verið leið til undankomu, og hann gat ekki haldið þá leið, sem hann hafði kornið, aftur til baka, því að námurnar og hnútasvip- urnar biðu hans. Enn á ný, í fjórða og síðasta skiptið, hafði hann siglt í austurátt. Hann hafði verið á meðal þeirra, er fyrstir fundu hinar goðsagnakenndu Seleyjar; en hann hafði ekki komið með þeim til baka aftur, til þess að sóa loðskinnaauðæfunum með þeim í hinum óhóflegu svallsamkomum á Kam- chatka. Hann hafði svarið þess dýran eið að snúa aídrei við aftur. Honum var það ljóst, að til þess að honum mætti takast að ná fram til hinna kæru höfuðborga Evr- ópu, þá yrði hann að halda áfram. Þess vegna hafði hann skipt urn skipsrúm í skuggalega landinu nýja. Félagar hans voru slafneskir veiðimenn og rússneskir ævntýra- menn. Mongólar og Tartarar og frumbyggj- ar Síberíu; og í fylkingar Nýja Heimsins höfðu þeir höggvið djúp og blóðug skörð. Þeir höfðu brytjað niður íbúa heilla þorpa fyrir að neita að gjalda þeim loðskinnatoll; og á hinn bóginn höfðu þeir líka sjálfir verið brytjaðir niður af öðrum skipshöfn- urn. Hann, ásanrt einum Finna, hafði verið einasti eftirlifandi einnar slíkrar skipshafn- ar. Þeir-höfðu eytt einum vetri einveru og hungurs á afskckktri Aleutianey, og björg- un þeirra um vorið í annað loðskinnaskip liafð verið hreinasta tilviljun. En alltaf hafði hann verið umkringdur hinni ógnarlegu villimennsku. Hann hafði gengið úr skiprúmi og í skiprúm, alltaf neit- að að snúa við og var nú kominn á skip, sem var í könnunarleiðangri suður eftir. Aílla leiðina fram með Alajskaströndum, höfðu þeir ekki hitt fyrir ncitt annað en SKEMMTISÖGUR eintóma villimenn. Sérhver lega inn á milli hinna sæbröttu eyja eða inn undir slútandi klettum meginlandsins, hafði þýtt orustu eða ofviðri. Annað hvort höfðu stormarnir blásið og hótað tortímingu, eða bardaga- bátarnir lögðu til atlögu, mannaðir hróp- andi og kallandi frumbyggjunum með stríðsmálninguna yfir andlitunum, er voru nú á leiðinni til þess að kynnast hinum blóðugu kostum byssupúðurs sjóræningj- anna. Suður, suður, í suður höfðu þeir haldið með ströndum fram, alla leiðina til Kaliforníu, lands goðsagnanmv Hér, eftir því sem sagt var, voru spænskir ævintýra- menn, er höfðu brotið sér leið frá Mexíco. Flann hafði gert sér ýmsar vonir með tilliti til þessara spænsku ævintýramanna. Ef honum tækist að sleppa til þeirra, myndi það. sem eftir var, reynast auðvelt — eitt eða tvö ár, hvað gerði það til? — og hann kæmist til Mexico, síðan á skip, og Evrópa yrði hans. En þeir höfðu ekki hitt á neina Spánverja. Þeir höfðu aðeins rekizt á hinn óyfirstíganlega vegg villimennskunnar. íbú- arnir á endamörkum veraldarinnar, er voru málaðir til orustu, höfðu rekið þá burt af ströndunum. Að lokum, eftir að einn bátur- inn hafði orðið viðskila við hina, og hver einasti maður hafði verið drepinn, hafði fyrirliðinn hætt rannsóknum sínum og siglt aftur til baka í norður.. Árin höfðu liðið. Hann hafði verið í liði Tebenkoffs, þegar Michaelovski-virkið var byggt. Hann hafði eytt tveimur árum í Ku- skokwinrlandi. í tvö sumur, í júnímánuði, irafði hann verið yfirmaður í Kotzebue Sound. Hér, um þetta leyti árs, konru ætt- kvíslirnar saman í vöruskiptaerindum; hér fengust flekkótt hjartarskinn frá iSíberíu, Diomedesa-fílabein, rostungahúðir frá ströndum Ishafsins, skrítnir steinlampar, sem gengu frá ættkvísl til ættkvíslar, eng- inn vissi hvaðan, og einu sinni konr enskur veiðihnífur á markaðinn; og það var hér, 13

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.