Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 19

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 19
fífldjarfan leik, og engin glappaskot raáttu eiga sér stað. Hann mælti af hroka: „Þú hefur verið tornæmur. Lyf raitt hef- ur verið lítilsvirt. Til þess að bæta fyrir lítilsvirðinguna, þá verður þú að gefa mér dóttur þína“. Hann benti á stúlkuna, ógeðslegan skapnað, rangeygða á öðru auganu og með hvassar úlfstennur. Makamuk var reiður, en Pólverjinn sat við sinn keip, vafði scr aðra sígarettu og kvei.kti í henni. „Vertu fijótur", sagði hann í hótunar- rómi. „Ef þú verður ekki snar, þá mun ég heimta ennþá meira“. Undir þögninni, sem nú fylgdi, hvarf hið dapurlega sjónarsvið norðursins sjónurn itans, og einu sinni enn sá hann föðurland sitt í anda, og Frakkland, og rétt sem snöggvast, um leið og honunt varð litið á úlfstenntu stúlkuna, þá minntist hann ann- arrar stúlku, söng- og dansmeyjar, er hann hafði kynnzt, þegar hann kom sem ungl- ingur til Parísar í fyrsta sinni. „Hvað ætlarðu að gera við stúlkuna?" spurði Makamuk. „Taka hana með mér niður eftir fljót- inu“. Subienkov virti hana fyrir sér með gagnrýnandi augnaráði. „Hún mun reyn- ast góð eiginkona, og það er heiður fyrir mig, sem ég verðskulda fyliilega vegna lyfs- ins míns, að kvænast í ætt þína“. Aftur minntist hann söng- og dansmeyj- arinnar, raulaði upphátt sönglög, sem hún hafði kennt honum. Hann lifði upp liðna ævi, en í sundurleitum og ópersónulegum myndum, sem hann skoðaði í huga sér eins og þær væru svipmyndir úr lífi einhvers annars. Rödd ættarhöfðingjans, sem allt í einu gall við og rauf þögnina, vakti hann til raunveruleikans á ný. „Það skal verða“, sagði Makamuk. „Stúlkan skal fara með þér niður ána. En við skulum gera okkur það ljóst, að það SKEMMTISÖGUR verð ég, sem greiði þcr þessi þrjú axarhögg ylir hálsinn". „En eftir hvcrt högg ber ég lyfið á mig“, svaraði Subienkov, og tókst illa að dylja kvlða sinn. „Þú getur borið lyfið á þig eftir hvert högg. ETér eru veiðimennirnir, er eiga að sjá til þess að þú Ieggir ekki á flótta. Gakk inn skóginn og sæktu lyf þitt.“ Okurgirni Pólverjans sannfærði Maka- muk um ágæti Iyfsins. Það var með öllu ó- hugsandi, að nokkuð fánýtara en hið mátt- ugasta lyf, gæti verið orsök þess að maður, sem stóð þegar í skugga dauðans, skyldi dirfast að standa uppi í hárinu á honum og kaupslaga eins og gömul kona. „Auk þess“, hvíslaði Yakaga, þegar Pól- verjinn var horfinn ásamt gæzlumönnum sínuni inn á milli grenitrjánna, „geturðu auðveldlega komið honunt fyrir kattarnef þegar þú hefur lært að búa lyíið hans til“. „En hvernig get ég komið honum fyrir kafctarnef?" spurði Makanuik. „Lyfið hans hindrar það“. „Það mun einhvers staðar fi.nnast blettur á honum", svaraði Yakaga, „þar sem hann hefur ekki borið lyfið á sig. Þann blett skul- um við láta varða hann fjörtjóni. Það geta kannske ver.ið eyrun. Allt í lagi; við rekum spjót í gegnum annað eyrað á honum og út um liitt. Eða það geta kannske verið aug- un. Auðvitað hlýtur lyfið að vera allt of sterkt til þess að hægt sé að bera það í aug- un“. Ættarhöfðinginn kinkaði kolli. „Þú ert kænn, Yakaga. Ef hann ræður ekki yfir neinum öðrum djöflakúnstum, þá drepum við hann“. Subienkov eyddi ekki Jöngum tíma í að safna hráefni í lyf sitt. Hann greip hvað sem liendi varð næst, svo sem grenigrein- ar, pílviðarbörk, birkibörk, og heSlmikið af mosa, sem hann lét veiðimennina moka upp undan snjónum, Nokkrar frosnar ræt- 17

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.