Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 21
umknngt hann frá því að lögregla keisar-
ans fyrst tók hann höndum og fangelsaði
ií Varsjá. „Taktu öxina þína, Makamuk, og
stattu svona. Ég skal leggjast niður. Þegar
ég rétti upp hendina, þá skalt þú höggva
til, og höggðu af öllum kröflinn. Og gættu
vel að því, að enginn standi fyrir aftan
þig. Lyfið er gott, og það gæti vel verið, að
öxin hrykki svo snöggt af hálsinum á mér,
að þú missir hana úr höndunum".
Hann leit á sleðana tvo, með hundun-
um fyrir í aktygjum, hlaðna loðskinnum og
fiski. Riffillinn hans iá efst ofan á bifur-
skinnunum. Veiðimennirnir sex, er áttu að
vera fylgdarmenn hans, stóðu við sleðana.
„Hvar er stúlkan?" heimtaði Subienkov
að fá að vita. „Faerið liana að sleðanum áð-
ur en tilraunin hefst“.
Þegar það hafði verið gert, lagðist Subi-
enkov niður í snjóinn, og lagði höfuðið á
trjáboiinn eins og þreytt barn, sem lagzt
hefur tiil svefns. Hann liafði lifað svo mörg
dapurleg ár, að hann var raunverulega
þreyttur.
„Ég hlæ að þér og kröftum þínum, ó
Makamuk", sagði hann. „Högg þú, og högg
þú fast“.
Hann rétti upp hendina. Makamuk
sveiflaði öxinni, en þetta var breiðöxi, sem
notuð var til þess að kljúfa stórviði. Blik-
andi stálið klauf frostkalt loftið, sveif and-
artak yfir höfði Makamuks og hafnaði síð-
an á berum hálsi Subienkovs, Óhindrað
gekk öxin í gegnum hold og bein, og gróf
sig djúpt ofan í trjábolinn, sem hálsinn
hafði legið ofan a. Villimennirnir, sem
næstum því féTIu í stafi af undrun, horfðu
á eftir höfðinu, sem hrökk um þrjú fet frá
blóðspýtandi bolnurn.
Þetta olli villimönnunum geysilegum
hugarruglingi, og þögnin varð alls ráðandi,
þangað til þeim fór smátt og smátt að verða
það ljóst, að það hafði alls ekki verið um
neitt lyf að ræða. Loðskinnaþjófurinn hafði
leikið á þá. Aí öllum föngunum hafði hon-
um cinum tekizt að sleppa við pyntingarn-
ar. Það hafði verið takmarkið, sem hann
kcppti að. Feiknarleg ldáturbylgja skall yf-
ir. Makamuk draup höfði af skömm. Loð-
skinnaþjófurinn hafði gabbað hann. Hann
hafði orðið fyrir álitshnekki í augum allra
manna sinna. Ennþá héldu þeir áfram að
reka upp hlátrasköll. Makamtik sneri sér
undan og hélt leiðar sinnar niðurlútur.
Honum var ljóst, að héðan af myndi hann
ekki ganga undir nafninu Makamuk. Hann
myndi ganga undir nafninu Álitshnekkir;
vitnisburðurinn um smán hans myndi loða
við hann til æviloka; og á hverju vori, þeg-
ar ættkviíslirnar kænni saman til þess að
hefja laxveiðarnar, og á hverju sumri, þeg-
ar þær söfnuðust saman í viðskiptaerind-
um, þá myndi frásögnin um það, hvernig
loðskinnaþjófurinn hafði dáið í friði og
rólegur, fyrir einu einasta axarhöggi, fyrir
hendi Álitshnekkis, fljúga fram og aftur
á milli tjaldbúðaeldanna.
„Hver var Álitshnekkir?" heyrði hann í
anda að einhver ungur spjátrungur spurði
með eftirvæntingu. „Æjá, Álitshnekkir",
myndi honum verða svarað, „það var sá,
sem hét Makamuk í þá daga, áður en hann
hjó liöfuðið af loðskinnaþjófnum“.
ENDIR
VISSI HVAÐ HANN GAT
Skrxfstofustjórinn (við skrifstofumanninn): Þér
hafið gert nákvæmlega þveröfugt við það sem
ég sagði yður að gera. Ég hef alltaf vitað að þér
voruð langt frá því að vera framúrskarandi, en
hélt þó að þér ættuð til dálítil hyggindi. Þér
getið verið viss um það að næst þegar ég þarf
að láta gera eitthvað sem hver heilalaus maður
gæti gert, mun ég annast það sjálfur.
SKEMMTISOGUR
19