Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 25

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 25
fallast á stól með hendurnar fyrir andlit- inu. Nokkrum mí'nútum síðar kom Colvin læknir. „Hvar er prófessorinn?" spurði hann, þegar hann var kominn inn í for- stofuna. „Hann liggur inni í skrifstofu sinni," svaraði frú Yewell. „Ég gat ekki flutt hann til alein, þess vegna lét ég hann liggja kyrr- an." Colvin gekjk að dyrum skrifsíofunnar. „Það er gott,“ sagði hann. „Ég skal kalla á yður, ef ég þarf á yður að halda.“ Svo gekk hann inn og lokaði á eftir sér. Lík prófessorsins iá endilangt á gólfinu rétt við þilið, þargsem bjölluknappurinn var, í um það eins rnetra hæð frá gólfinu. Það var ekki um að villast, hvers kyns var, og læknirinn sá þegar, áður en hann laut ofan að honum, að prófessorinn var látinn. Næstum jafnsnemma varð honum ljóst, að dauðinn stafaði ekki af eðlilegum orsök- um, heldur af einhverju afar fljótvirku eitri, sem ekki hafði farið inn um munn- inn. Hvaða eitur það var gat hann ekki gert sér grein fyrir, því að einkennin voru ólík öllu, sem hann hafði kynnzt til þessa. Hægri armur hins látna var teygður fram og lófinn sneri upp. Fingurnir, sem voru bláir og þrútnir, vöktu athygli læknisins, og hann laut niður til að skoða þá betur. Að innanverðu á þumalfingrinum var ofurlítil stunga, sem hafði blætt úr. Það var kynlegt sár. Það virtist vera eftir nálar- odd og hafa lokazt næstuni strax. Annars hefði blætt meira en raun var á. þETTA var afar dularfullt. Colvin læknir stóð upjr og litaðist vandlega um í stof- unni til þess að reyna að uppgötva af hverju sárið stafaði, en hann kom ekki auga á neitt, sem hugsazt gæti að stæði í nokkru sambandi við það. Það var engin óreiða í stofunni, allt var SKEMMTISÖGUR i röð og reglu á skrifborðinu, og stólarnir stóðu á sínum stöðuin. Hið eina, sem var öðruvísi cn vera bar, var teppið framan við arininn. Það lá í hrukkum og hafði undizt dálítið til, en það gat verið tilviljun. Colvin gekk fram í ganginn og læsti hurð- inni á eftir sér og stakk lvklinum á sig. Frú Yewell, sem beið hans þar, horfði undrandi á hann. ,.Ég geym.i lykilinn fyrst um sinn,“ sagði hann. „Það er einungis varúðarráðstöfun. Ég er orðinn dálítið áhyggjufullur eftir skoðunina. Ég er hræddur um, að þetta verði lögreglumál.“ „Lögreglumál?" sagði ráðskonan. „Álít- ið þér, að prófessorinn hafi ... hafi verið myrtur?" „Þeirri spurningu verður lögreglan að svara. Ég álít einungis, að þetta líti grun- samlega út.“ „Já, en læknir, það er óhugsandi. Hver ætti að geta gert það? Hér hafa engir ó- kunnir komið, að því er ég bezt veit.“ „Það gagnar ckkert að spyrja mig, frú Yewell," svaraði læknirinn dálítið óþolin- móður. „Ég fer nú og hringi til White lögreglu-umsjónarmanns.“ Colvin læknir fór, og frú Yewell stóð og starði eins og dáleidd á læstar dyrnar að herbergi prófessorsins. Það leið ekki á löngu þar til læknirinn kom aftur og var nú í fylgd White umsjón- armanns og lögregluþjóns. Á leiðinni hafði læknirinn skýrt honum frá málavöxtum, og þegar umsjónarmaðurinn hafði litið á sár- ið á þumalfingri hins látna, |rannsakað!i hann stofuna til að finna hlutinn, sem próf- essorinn hafði stungið sig á, en árangurs- laust. „Þetta er undarlegt,“ sagði hann er hann hafði rannsakað allt, sem prófessorinn hafði í vösum sínum. „Ef svo er, sem þér álítið, að eitrið hafi komið inn í þumalfingurinn með stungunni, þá ætti nálin, eða hvað það 23

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.