Skemmtisögur - 15.04.1953, Page 33
Geirþrúður kennslukona
Gamansamur ástarreyfari
EFTIR STEPHEN LEACOCH
JjAÐ var óveðursnótt á vesturströnd Skot-
lands. Þetta skiptir þó ekki máli í þess-
ari sögu, þar eð hún gerðist ekki á vestur-
strönd Skotlands. Auk þess var veðrið alveg
cins bölvað á austurströnd Írlands.
En þessi saga gerist á Suður-Englandi í og
umhverfis Mossatosskastala, óðalsetur Noss
lávarðar.
Nossatoss var háenskt heimili. Aðalbygg-
ingin var úr dökkrauðum múrsteini, en
eldr,i hlutinn, sem jarlinn var afburða stolt-
ur afj sýndf enn þá normannastíl. Frá kast-
alanum í allar áttir breiddi sig fagurt skóg-
lendi og garður með eikur og álmtré, sem
enginn vissi framar aldur á, en nær húsinu
voru runnar og blómabeð.
Umhverfis gömlu höllina sungu þrestir,
skógarhænsni klökuðu og krákur görguðu,
en dádýr, antilópur og aðrir ferfætlingar
lötruðu um grundirnar svo spakir, að þeir
átu úr grautardisk.
Frá húsinu niður í garðinn lágu breið og
fögur trjágöng, sem Hinrik VII. hafði átt
frumkvæði að.
Noss lávarður stóð á arinteppinu í bóka-
herberginu. Þó hann væri þaulreyndur
stjórnmálamaður, var hörkulegt höfðings-
andlit hans umsnúið af ofsareiði.
„Drengur," sagði hann, „þú skalt kvæn-
ast þessari stúlku, ellegar ég geri þig arf-
lausan og viðurkenni þig ekki lengur sem
son minn.“
Ungi Ronald lávarður, sem stóð keikur
frammi fyrir honum, endurgalt augnaráð
hans af engu minni þrjózku.
„Ég hopa hvcrgi,“ sagði hann. „Héðan
í frá ert þú ekki faðir minn. Ég ætla að
finna aðra. Ég kvænist engri nema stúlku,
sem ég elska. Þessi stúlka, sem við höfum
aldrei séð —“
„Fffl,“ sagði jarlinn, „myndir þú kasta
frá þér óðali voru og þúsund ára nafni?
Þessi stúlka, er mér sagt, er yndisfögur;
frænka hennar er þessu hlynnt; þær eru
íranskar. Þeir hafa vit á slíku í Frakk-
landi.“
„En ástæða þín —“
„Ég skýri ekki frá neinni ástæðu," sagði
jarlinn. „Hlustaðu á, Ronald, ég veiti þér
mánaðarfrest. Þann tíma dvelux þú hér. Ef
þú neitar að þeirn tíma liðnum, færðu ald-
rei nema einn shilling í arf.“
Ronald lávarður sagði ekkert; hann stökk
út úr stofunni, stökk á bak hesti og reið
sem óður maður í allar áttir.
Þegar hurðin skelltist að baki Ronalds,
hné jarlinn niður í stól. Svipur hans breytt-
ist. Hann var ekki lengur eins og á nroka-
fullum aðalsmantri, heldur ofsóttum glæpa-
manni. „Hann verður að kvænast stúlk-
unni,“ tautaði hann. ,,Brátt mun hún kom-
ast að öllu. Tútjemoff hefur komizt und-
an frá Síberíu. Hann veit þetta og segir
frá því. Allar námurnar falla í hennar hlut,
þessi eign líka, og ég — en nóg um það.“
Hann stóð upp, gekk að skenkiborðinu.
fékk sér fullt glas af brennivíni og bitter og
SKEMMTISOGUK
31