Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 36

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 36
Látlaus yndisþokki hinnar fögru, mun- aðarlausu stúlku, sigraði allra hjörtu. Litlu ilærisveinarnir tveir urðu þrælar hennar. Jafnvel þjónustufólkið elskaði hana. Yfir- garðyrkjumaðurinn færði henni vönd af yndislegum rósum, annar garðyrkjumaður knippi af snemmsprottnu blómkáli, þriðji gulrótarkippu, og jafnvel tíundi og ellefti gorkúlupoka eða fang af heyi. Herbergi hennar var sífullt af garðyrkjumönnum, og á kvöldin kom aldraði kjallarameistarinn, sent kenndi mjög í brjósti um vesalings stúlkuna fyr.ir einstæðingsskapinn, drap létt á dyr og færði henni visky, bjór og landa. Jafnvel skynlausar skepnurnar virtust dá hana á sinn skynlausa hátt. Skynlausar krákurnar settust á axlir henni, og sérhver skynlaus hundur á staðnum elti hana á röndum. Og Ronald! á, Ronald! Já, einmittl Þau höfðu hitzt. Þau höfðu talað. „En hvað þetta er óyndislegur morgunn," hafði Geirþrúður sagt. ,,Quel triste malin! Was fúr ein allerverdammter Tag!“ „Andstyggilegur,“ hafði Ronald svarað. ,,Andstyggilegur!!“ Orðið ómaði í eyrum Geirþrúðar allan daginn. Eftir þetta voru þau stöðugt saman. Þau léku tennis og ping-pong á daginn, og á kvöldin, í samræmi við erfðavenjur óðals- ins, settust þau að fimm kxóna póker með jarlinum og jarlsfrúnni, og á eftir sátu þau á s’völunum og horfðu á tunglið sveiflast í stórum hringjum um himinhvelið. Það leið ekki á löngu áður Geirþrúði yrði ljóst, að Ronald lávarður bar til hennar heitari tálfinningar en ping-pong. I návist hennar féll hann stundum, einkum eftir kvöldverð, í eins konar dvalamók. Nótt eina, þegar Geirþrúður hélt til her- bergis síns, og áður en hún hóf þá undir- búningsathöfn að afklæðast fatnaðinum — með öðrum orðum, áður en hún háttaði, lauk hún upp skjánum (opnaði gluggann) 34 og skynjaði (sá) augl.it Ronalds. Hann sat á netlurunna fyrir neðan hana, og upp- lyft andlit hans bar vott um nístandi sorg. Á rneðan liðu dagarnir. Lífið í Nossatoss leið í samræmi við fasta, daglega venju á stóru, ensku aðalsetri. Klukkan 7 hringdi klukkan til fótaferðar, kl. 8 var horn Iþeytt til morgunverðar, kl. 9,30 var flauta blásin til bænahalds, kl. 1 var fáni dreginn í hálfa stöng til hádegisverðar, kl. 4 var skotið úr byssu til kaffis, kl. 9 ómaði fyrsta bjalla til fataskipta, kl. 9,15 önnur bjalla til áfram- haldandi fataskipta, og kl. 10 var eldflaug send á íloft til merkis um, að kvöldverður væri til reiðu. Á m.iðnætti var kvöldverði lokið og kl. 1 e. m. tilkynnti bjalla, að tími væri kominn til aftanbænar. Á meðan þessu fór fram, leið á mánuð- inn, sem jarlinn hafði veitt Ronald til um- hugsunar. Það var nærri kominn 15. júli, svo eftir einn eða tvo daga kom 17. júní, og, næstum alveg á hæla honum, 18. júlí. Fyrir kom, að jarlinn sagði stranglega, er hann mætti Ronald í forsalnum: ,,Mundu, drengur, samþykki þitt, eða ég svipti þig arfi.“ Og hvað hugsaði jarlinn um Geirþrúði? Hér var eini súri dropinn í gleðibolla stúlk- unnar. Af einhverri ástæðu, sem hún ekki skyldi, sýndi jarlinn henni glögglega andúð. Einu sinni, þegar hún gekk fram hjá dyrum bókastofunnar, kastaði hann í hana skóþxæl. í annað skipti, er þau borðuðu hádegisverð tvö ein, sló hann hana grimmd- arlega í andlitið með pylsu. Það var verk hennar að þýða fyrir jarl- inn rússnesk bréf. Þar leitaði hún án ár- angurs að ráðfiingu leyndardómsins. Dag einn bars't jaxlinum rússneskt símskeytl. Geirþrúður þýddi það upphátt fyrir hann. „Tútsjemoff fór til konunnar. Hún er dáin.“ Hafandi heyrt þetta varð jarlinn óður af SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.