Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 37
bræði, já, þettá var daginn, sem hann sló
hana með pylsunni.
Svo einn dag, þegar jarlinn var fjarver-
andi á leðurblökuveiðum, og Geirþrúður
var að blaða í bréfabunkanum, með þeirri
blíðu, kvenlegu eðlisávisun, sem ekki lætur
illa meðferð á sig fá, fann hún allt í einu
lykilinn að leyndardómnum.
Noss lávarður var ekki réttmætur eigandi
Nossatoss. Fjarskyldur frændi hans, rétti
erfinginn, hafði dáið í rússnesku fangelsi,
sem jarlinn hafði komið honum í með
undirferli og svikum, er hann var sendi-
herra í Ischminsk. Dóttir þessa eiganda
var hinn rétti eigandi Nossatoss.
Saga ættarinnar, að öðru en því, að skjöl-
in greindu ekki frá nafni rétta erfingjans,
lá svört á hvítu fyrir framan Geirþrúði.
Undarlegt er hjarta konunnar. Sneri
Geirþrúður sér undan jarlinum með fyrir-
litningu? Nei. Hennar eigin, dapurlegu ör-
,lög höfðu gert hana samúðarríka.
En ennþá var leyndardómurinn óráðinn!
Hvers vegna hrökk jarlinn greinilega við í
hvert sinn, er hann leit framan í hana?
Stundum hrökk hann svo mikið sem fjóra
sentimetra, svo það rnátti glöggt sjá. Við
slíkt tækifæri flýtti hann sér að tæma glas
af rommi og ölkelduvatni og verða á ný
fullkominn enskur aðalsmaður.
Hulunni var skyndilega svipt burt. Geir-
þrúður gleymdi því aldrei.
Það var nóttina, sem hinn mikli dans-
leikur var haldinn í Nossatoss. En hvað
hjarta Geirþrúðar halði slegið ótt af til-
hlökkun og með hvílíkri angist hafði hún
ekki umsnúið sínum fátæklegu fatabirgðum
til að líta ekki óglæsilega út í augum Ron-
alds lávarðar! Það var vissulega ekki um
auðugan garð að gresja, en meðfætt snillcl-
arskyn, sem hún hafði erft frá sinni frönsku
móður, kom henni nú í góðar þarf.ir. Hún
saumaði eina rós í hárið á sér, og bjó sér
sjálf til kjól úr nokkrum gömlum dagblöð-
SKEMMTISÖGUP
um og regnhlíf, sem hefði sómt sér við hvaða
hirð sem var. Um mitti sér batt hún ein-
fölclu pokasnæri, en gömul skóreim, sem
móðir hennar hafði átt, var fest í eyra
henni með tvinna.
Geirþrúður varð allra augnayndii. Þar
sem hún sveif eftir hljóðfallinu, var hún
slík ímynd skínandi, meyjarlegs sakleysis,
að enginn gat litið hana án þess að verða
öldungis frá sér numinn.
Dansleikurinn var á hápunkti. Hann var
enn hækkandi!
Ronald stóð hjá Geirþrúði úti í garðin-
um. Þau horfðust í augu.
„Geirþrúður,“ sagði hann, ,,ég elska þig.“
Látlaus orð, en samt fóru þau sem raf-
straumur um sérhvern þráð í búningi meyj-
arinnar.
„Ronald!“ sagði hún og kastaði sér um
háls honum.
í þessari andrá stóð jarlinn við hliðina á
þeim í tunglskininu. Hörkulegt andlit hans
var afmyndað af giemju.
„Svona!“ sagði hann og sneri sér að Ron-
ald. ,,Þú virðist hafa valið!“
„Það hef ég,“ sagði Ronald með stolti.
,,Þú kýst að giftast þessari auralausu
stúlku fremur en erfynjunni, sem ég hef
valið þér?“
Geirþrúður leit frá föður til sonar öld-
ungis undrandi.
„Já,“ sagði Ronald.
„Verði þá svo,“ sagði jarlinn og tæmdi
glas af brennivíni, sem hann hélt á, og varð
aftur kaldur og rólegur. ,,Þá svipti ég þig
arfi. Far burt héðan og kom aldrei aftur.“
„Komdu, Geirþrúður,“ sagði Ronald
blíðlega, „látum oss flýja saman."
Geirþrúður stóð frammi fyrir þeim. Skó-
reimin var dottin úr eyra hennar, og poka-
snær.ið hafði losnað um mitti hennar. Dag-
blöðin voru svo krumpuð, að þau þekktust
vart. En þó hún væri illa til reika og ólæsi-
35