Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 38

Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 38
leg, hafði hún ennþá ftilla stjórn á sjálfri sér. „Aldrei,“ sagði hún einbeitt. „Ronald, þú skalt aldrei færa þessa fórn fyrir mig.“ Síðan við jarlinn í ísköldum tón: „Það er til stolt, herra minn, sem gefur yðar ekkert eftir. Dóttir Metschnikoff Makkfiggins þarf ekki að biðja um náð eins eða neins." Svo mælandi dró hún aftan af baki sér ljósmyndina af föður sínum og þrýsti henni að vörum sér. Jarlinn hrökk við eins og skotinn. „Þetta nafn!“ æpti hann, „þetta andlit! Þessi mynd! stopp!“ ENDIR Hana! Það er engin þörf á niðurlagi; les- endur mínir hafa fyrir löngu getið sér þess til. Geirþrúður var erfynjan. Elskendurnir féllust í faðma. Andlit jarlsir.s komst í samt lag. ,,Guð blessi ykk- ur,“ sagði hann. Jarlsfrúin og gestirnir helhust út á grasflötina. Rísandi dagur lýsti upp hið hamingjusamlegá leiksvið. Geirþrúður og Ronald giftust. Ham- ingja þeirra var fullkomin. Þurfum við að segja meira? Já, aðeins þetta. Jarlinn var drepinn á veiðum eftir fáeina daga. Jarls- arfrúin var lostin eldingu. Börnin tvö féllu n-iður í brunn. Þannig varð hamingja Geir- þrúðar og Ronalds fullkomin. — SKRÍTLUR — — Frúin kaupmannsins er í símanum, sagði skrifstofustúlkan. — Hvað vill hún, spurði kaupmaðurinn. — Eg veit það ekki, svaraði skrifstofustúlkan, ég heyrði aðeins orðið nautshaus, og hélt bví að frúin vildi tala við kaupmanninn prívat. — Jæja, svo þér hafið skotið sextán tófur á einni viku. Það kalla ég vel gert. Þegar ég var ungur, skaut ég einu sinni níu bjarndýr á einum degi, en nú er ég fyrir lifandi löngu hættur að segja lygasögur. Gvendur sjóari var fullur og mætti lögreglu- þjóni: -—■ Fyrirgefið, þér hafið víst ekki séð lítinn svartan hund? — Nei, svarar lögregluþjónninn. — Með leyfi, hvað hafið þér verið lengi lög- regluþjónn? Fjórtán ár. — Og hafið aldrei séð lítinn svartan hund? Gvendur var settur í stininn. Leikarar. Sorgarleikarinn var nýbúinn að skrifa undir samning um að leika á ýmsum stöðum í Suður- Afríku. Hann sagði vini sínum í klúbbnum frá þessu. Vinurinn hristi höfuðið dapurlega. „Strúturinn,“ sagði hann í meðaumkunartón, „verpir eggjum, sem eru þetta frá eitt til tvö kíló.“ Sjómaður segir frá: — Og svo strandaði skipið, þrátt fyrir það þó bjart væri veður. En þannig stóð á þessu, að 1. stýrimaður, sem var á stjórn- palli, hafði ekki fengið dropa af áfengi allan dag- inn. Ef hann hefði verið með sjálfum sér, hefði þetta ekki komið fyrir, það er ég viss um. — Úr hverju dó hann Gramsby gamli? — Læknarnir komust aldrei að neinni niður- stöðu um það. —■ Hm, það var alltaf eitthvað leyndardóms- fullt við hann. — Nú, hvernig þá? — Áður vissi enginn á hverju hann lifði, og nú veit enginn úr hverju hann hefur dáið. 36 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.