Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 39

Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 39
Dauðagildran EFTIR WILLIAM DE MILLE JUDSON brosti kaldranalega, nm leið og hann kom út úr baðherberginu. Hann gekk föstum skrefum inn 1 dagstofuna að stórum innbyggðum skáp. Þetta var einka- hirzla hans, búin traustri læsingu. Þarna geymdi hann veiðitæki sín, byssur og veiði- stangir, og áfengi. Jafnvel kona hans hafði ekki aðgang að þessum skáp, því að Judson hafði mikið dálæti á munum sínum, og fylltist ákafri bræði, ef nokkur snerti þá. Þegar Judson hafði opnað skápinn, horfði hann um stund á hilluna, þar sem áfengis- flöskurnar voru. Bros hans var ófagurt. Engin flaska var átekin nema wiskýflaska, sem stóð fyrir framan hinar, girnileg á að líta, ásamt glasi. Flaskan var hálftæmd. Um leið og Judson rétti hendina eftir flöskunni, heyrði hann rödd konu sinnar inni í svefn- herberginu: — „Nú er ég búin að taka til dótið, Jud- son. Hefur Alec ekki komið til að loka fyrir vatnið? Hann á að taka við lyklun- Alec bjó í kofa niðri við vatnið, og hafði á hendi eftirlit með veiðikofanum, þegar Judson var þar ekki. „Hann er niðri við vatn að ganga frá bátnum," hrópaði Judson, hann kvaðst mundu koma eftir hálftíma.“ Marcia, kona hans, kom inn í dagstofuna, með snyrtitækjahylki í hendinni. Hún nam staðar forviða, er hún sá mann sinn halda á viskýflösku. „Judson," hrópaði hún, þú ert þó líklega ekki að drekka áfengi kl,- 10 að morgni- dags?“ SKEMMTISÖGUR „Nei, þar hefur þú mig fyrir rangri sök, vina mín, sagði hann og hló íbygginn. Það er öðru nær en ég taki nokkuð úr flösk- unni, heldur er ég að bæta ofurlitlu „púðri“ í hana." Hann lagði tvær hvitar pillur, sem hann hafði i lófa sínum, á borðið, á meðan hann dró tappann úr flöskunni. Marcia horfði á hann með athygli. Hún hafði lært að óttast kuldablæinn, sem jafn- an lýsti sér i rödd hans, þegar hann var með eitthvert gróðabrall á prjónunum — gróða- brall, sem jafnan kom mótstöðumanni hans á kaldan klakann. Það hefur einhver komizt í skápinn minn og stolið wiskýi. Sá hinn sami mun eflaust gera það aftur, þegar við erum farin, en í það skipti væri honum hollara að láta það ógert." Hún stóð á öndinni, er hann lét pillurn- ar niður í flöskuna og hélt henni síðan gegn birtunni, til að sjá þær leysast upp. „Hvaða pillur eru þetta?" spurði hún. „Verður hann veikur af þeim?" Judson anzaði ekki strax. Það var sem hann væri heillaður af að skoða hið gullna Bourbon-wiský, sem fyrir sjónum hans virt- ist breytast í syæfandi töfradrykk. „Hér duga engin meðul. Sá, sem af þessu drekk- ur, er þar með búinn að vera." Hann þrýsti tappanum í flöskuna og setti hana inn í skápinn við hliðina á glasinu. Flaskan var óneitanlega ginnandi, og færi einhver í skápinn, hlaut honum að sýnast svo. „Allt í lagi!" muldraði Judson ánægju- 37

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.