Skemmtisögur - 15.04.1953, Page 40

Skemmtisögur - 15.04.1953, Page 40
lega. Nú er hverjum þeim, sem brýzt inn í skápinn velkomið að fá sér drjúgan teig, og ég skal ekkj sjá eftir honum. Marcia náfölnaði. „Þú mátt ekki gera þetta, Judson. Þetta er hræðilegt! Þetta er morð!“ „Samkvæmt lögum er það ekki morð, þó að ég skjóti þjóf, sem brýzt með ofbeldi inn í hús mitt,“ sagði hann hörkulega. Það er leyfilegt að eiti a fyrir meindýr. Eina ráð- ið til að komast í þennan skáp, er að brjóta hann upp. Sá, sem það gerir, ber sjálfur ábyrgðina." „Gerðu það samt ekki, Judson,“ sagði hún í bænarrómi. Innbrot varðar ekki dauðarefsingu. Hvaða vald hefur þú til að-----.“ „Þegar um það er að ræða að vernda eign mína, þá set ég mín eigin lög.“ Djúp rödd hans var keimlík urri í hundi, sem er hræddur um að missa bein. „Sá, sem fór í skápinn, gerði þó ekki ann- að en stela ofurlitlu wiskýi. Ef til vill hafa þetta verið einhverjir unglingar. Og tjónið er ekki teljandi." „Tjónið ski|pth' ekki máli. Miði maður á nrig byssu og ræni mig fimm dollurum, verð ég jafnreiður af því og þótt þeir væru hundrað. — Þjófur er alltaf þjófur.“ „Við koraum hingað ckkj aftur fyrr en að vori, og ég þoli ekki að hugsa um það allan tímann, að þessi dauðagildra sé hér upp spennt. Og setjum svo, að við féllum frá — hver veit----- „Hann hló ískyggilega, er honum varð lítið á hræðsilusvip hennar. „Við látum skeika að sköpuði í því efni. Heppnin hef- ur verið mér hliðholl hingað til og ég er orðinn ríkur fyrir eigin aðgerðir. Ef ég fell frá, ert þú auðvitað sjálfráð hvað þú gerir. Þá er meðalið að tarna þín eign.“ Hún vissi, að tilgangslaust var að rök- ræða þetta lengur. Honum varð áldrei bif- að, hvorki í viðskiptabrellum hans né öðru. Hann vildi sjálfur öllu ráða. Hún sneri andvarpandi til dyra. „Ég ætla að ganga niðureftir og kveðja konuna hans Alecs,“ sagði hún rólega, „þú getur svo sótt mig á bílnum." Hún ætlaði að segja konu Alecs frá þessu. Einhver varð að vita þetta. „Alt í lagi, vina mín,“ sagði hann góð- látlega. „Og vertu nú ekki með áhyggjur vegna innbrotsþjófsins. Honum er öhætt á meðán hann brýzt ekki inn.“ JjEGAR hann var í þann veginn að loka skápnum, mundi hann eftir vöðlunum sínum, sem héngu úti til þerris. Þær áttu Jíka að geymast í skápnum, svo að hann skrapp út að sækja þær. Alec var á leiðinni neðan frá vatninu og veifaði til hans spölkorn í burtu. íkorni, sem styggðist við þungt tótatak Judsons, sleppti akarninu, sem hann var að flytja í forðabúr sitt, og hvarf eins og eldibrandur. Um leið og Judson teygði sig eftir vöðl- unum, lá við að hanrt stigi ofan á íkornann. Hann rann til og datt, og skall með höfuð- ið á stein. Þegar hann nokkrum mínútum síðar komst til nreðvitundar, hélt Alec undir höfuð hans og sagði með sinni vingjarnlegu rödcl: „Þetta er ekkert alvarlegt, herra Judson. Þér eruð ekkert meiddur. Það bara leið snöggvast yfir yður. Hérna, súpið á þessu, og þá verðið þér jafngóður á svipstundu." Hann hélt wiskýglasi að vörum Judsons, sem drakk úr því, hálfruglaður og utan við sig. jyfarcia Judson þurfti ekki að hafa fyrir því að segja konu Alecs frá hálftæmdri wiskýflösku. Allt henni viðvíkjandi kom fram í vottorði lögreglulæknisins, um hinn snögglega dauða Judsons. 38 ENDIR SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.