Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 65
Alþjóðastjórnmál
63
kommúnistaflokkarnir mestu ráð-
andi á stjórnmálasviðinu, og þau
standa ávallt mjög nálægt Sovét-
ríkjunum í öllum alþjóðaviðskipt-
r*111. ásamt Júgóslavíu og Albaníu.
Grikkland er eina landið á Balk-
anskaga, þar sem vesturveldin hafa
nokkur ítök.
I sambandi við friðarsamningana
vi5 þessi þrjú Balkanlönd bar brezka
stjórnin fram eftirfarandi tillögu
varðandi siglingar um Dóná: „Sigl-
ingar um Dóná skulu heimilar verzl-
únarskipum frá öllum þjóðum og
hjóti þau öll sömu réttinda, hvað
snertir greiðslu hafnar- og sigl-
ingagjalda og að öllu öðru leyti“.
Sovétrikin mótmæltu þessari til-
lögu mjög eindregið og hélt Molotoff,
fulltrúi þeirra á ráðstefnunni, þvf
fram, að ríki þau, sem lönd ættu
að Dóná, yrðu sjálf að ákveða hver
lög giltu um siglingar um íljótið,
og benti á, að ekki mundi Banda-
ríkjunum vera ijúft að veita öllum
jöfn ítök i Panamaskurðinum. Til-
lagan var samt sem áður samþykkt.
með % hluta atkvæða á allsherjar-
þingi friðarráðstefnunnar, en vest-
urveldin féllust þó loks á tillögU-
um frestun málsins.
Tékkóslóvakía
Tékkar afsöluðu sér þegar i júní
1945 yfirráðum yfir Ruteníu eða
Karpato-Ukraínu i hendur Sovét-
rikjanna, en samkvæmt friðarsamn-
ingunum við Ungverja fengu Tékk-
ar yfirráð yfir bæjunum Horvath-
jarfalu, Oroszvar og Dunascun.
Þar skerst í odda
Korea
Eftir styrjöldina milli Japana og
Rússa árið 1905 varð Kórea jap-
anskt leppríki, og 1910 var landið
innlimað í japanska ríkið.
A Moskvaráðstefnunni í septem-
ber 1945 var ákveðið að Kórea skyldi
sjálfstæði og lýðræðisstjórn
skyldi komið á í landinu, sem fyrst
úm sinn skyldi vera undir vernd
Kína, Sovétríkjanna, Bretlands og
Bandaríkjanna. Ennþá er landinu
skipt í tvennt, tvö hernámssvæði,
Sovétrikjanna og Bandaríkjanna,
landamærin fylgja 38. breiddar-
gráðu. Allar tilraunir til að mynda
samstjórn beggja hernámssvæðanna
hafa mistekizt; kommúnistar eru
sterkasti stjórnmálaflokkurinn á
hernámssvæðinu, en mega sín lítils
á hernámssvæði Bandaríkjanna.
Sovétríkin hafa hvað eftir annað
farið þess á leit við Bandaríkin, að
bæði hernámsliðin yrðu flutt sam-
tímis úr landinu, en Bandaríkin
hafa ekki viljað verða við þeim til-
mælum.