Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 230
208
List
markast við að gera að-
eins einu vandamálanna
skil í senn.
Teiknari vor hefur
gert þá tilraun að sýna
algengan hlut, eins og
kaffikönnu, eins og
hugsast gæti, að hún
liti út teiknuð í hinum
ýmsu ismum. Sumir
ismar eru þó svo óljós-
ir eða marghliða, að
þeir einkennast ekki á
þennan hátt.
Impressionisminn er
fyrstí og sjálfsagt fræg-
asti ismi málaralistar
síðari tíma. Hann er
ein grein natúralism-
ans, en hefur alveg
sérstök einkenni. Orðið
er leitt af impression =
snögg áhrif, og stefnan
kemur fram á sjöunda
tug síðustu aldar, en
flæddi fljptlega yfir alla
Evrópu. Áhugi impress-
ionistanna snérist um
athugun á áhrifum
Ijóssins á litina, eink-
um undir berrun himni.
Mikilvægt stefnuskrár-
atriði var málun land-
lagsmynda, og stefnan
því einnig nefnd plein-
airismi en (plein air =
undir berum himni).
Myndirnar eru oft af
óbrotnu landslagi, en að
forminu til leystar upp
í lifandi, titrandi leik
kaldra, ljósra lita, þar
sem blátt er oft áber-
andi, málað léttum litl-
um pensildráttum (1).
Neo-impressionisminn
(Neo = nýr, orðið er
fundið upp 1886) er af-
markaðri stefna, byggð
á hnitmiðaðri og skýrri
undirstöðu, og hélt á-
fram baráttu impress-
ionistanna fyrir hrein-
um, lifandi litbrigðum.
En þar sem þeir siðar-
nefndu notuðu pensil-
inn létt og frjálslega,
þá smurðu neo-impress-
ionistarnir litunum á
léreftið í smá deplum,
og voru þeir af því
nefndir pointillistar
(point = depill, punkt-
ur). Þeir héldu því þó
fram, að þeir máluðu
ekki i deplum, en skiptu
litunum niður á flöt-
inn, þ. e. a. s. í stað
þess að blanda litina á
Utbrettinu, smurðu þeir
hreinum litum á smá
bletti á léreftinu (oft
þannig, að skein í bert
léreftið á milli), og létu
augað um að bræða þá
saman (2). Hagurinn
var, að litbrigðin urðu
4. Kubismi I.
afar hrein og sterk.
Jafnframt lagði stefn-
an meiri áherzlu á
markvissa uppbyggingu
myndanna, en fyrir-
rennarar hennar höfðu
gert.
Fauvisminn. Orðið er
dregið af fauves = villi-
dýr, og var upprunalega
viðurnefni, sem stefnan
fékk í upphafi, um 1900,
vegna þess, að hinir
sterku htir og breiðu
pensildrættir virkuðu
eins og afleiðing óþarfa
ruddaskapar. Fauvism-
inn vildi leggja áherzlu
á skrautgildi myndflat-
arins og litina vegna
þeirra sjálfra, í mót-
setningu við natúralist-
isk ijós- og rúmtaks-
áhrif impressionismans
(3). Menn leituðu fyr-
irmynda 1 austrænum
og frumstæðum mynd-
um, teppum og keramik
(leirkerasmíði). Jafn-
framt ber fauvisminn