Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 145
VeðurfræSi.
127
hennar er, því léttari lofttegundum getur hún haldið í gufuhvolfinu.
Máninn hefur heldur ekkert gufuhvolf. __
“i
Gufuhvolf jarðar.
Jörðin er algerlega lunlokin lofthafi, sem er blanda gufu- eða loftkenndra
frumefna og efnasambanda, en hefur einnig að geyma fljótandi og föst
efni: Vatnsdropa, högl, snjókorn, ryk og stundum plöntufrjó og bakteríur.
Samsetning loftsins í tempruðu beltunum er nokkurn veginn þessi:
Köfnunarefni .................... 77,37%
Súrefni ....................... 20,77 —
Argon ........................ 0,92 —
Vatnsgufa ..................... 0,90—
Kolsýra (koldioxið) ........... 0,03 —
Aðrar lofttegundir og gufur .. 0,01 —
Samtals 100,00 %
„Aðrar lofttegundir og gufur" eru neon, vetni, helium, krypton, xenon,
ammoniak, ozon, tvísúrt vetni, joð, radium emanation (radon), og ýmsar
meira og minna eitraðar gastegundir í námunda við iðnaðarhverfi og
málmvinnslustöðvar.
Við miðbaug er vatnsgufan 1 andrúmsloftinu um það bil þrisvar sinnum
meiri en hér, en við heimskautin má segja, að engin vatnsgufa sé I and-
rúmsloftinu heimskautsnóttina.
Hinsvegar er andrúmsloftið, sem ekki inniheldur vatnsgufu, furðulega
Ifkt að samsetningu allsstaðar á jörðinni, ekki einungis við yfirborð jarðar,
heldur einnig þegar komið er frá jörðu. Rannsóknir á norðurljósunum
hafa leitt í ljós, að loftið er jafnvel í 1100 km. hæð samsett af köfnunar-
efni og súrefni. Allar likur benda til þess, að lofthafið hafi ekkert ákveðið
yfirborð, eins og vatnshafið, heldur þynnist jafnt og þétt, eftir því sem
fjær dregur frá jörðu.
Allt loftið yfir jörðinni er 5065 billjón lesta að þyngd, einn milljónasti
hluti þyngdar jarðarinnar. Cm 2500 billjón lestir eru yfir norðurhveli
jarðar, en 2565 yfir suðurhvelinu.
Magn köfnunarefnisins er um 3800, súrefnisins 1165 og kolsýrunnar
næstum 2% billjónir lesta.
Maðurinn og veðrið.
Manninum hefur aðeins að litlu leyti heppnazt að hafa áhrif á veðrið,
og hann mun sennilega aldrei geta framleitt það veður, sem hann mundi
óska sér, ef hann fengi einn að ráða; aðeins í þeim litla hluta andrúms-
ioftsins, sem hægt er að loka innan húss og fata, er slikt framkvæmanlegt.
Það má líta á mennina sem einskonar loftkældar hitavélar. FullorðinD