Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 158
140
Heiraspeki
gu5 sama og efnið (substansinn),
sem á sér enga orsök. Hann er
„ódeilanlegur" og óendanlegur.
Hann (substansinn) hefur óend-
anlega marga eiginleika. Við
þekkjum aðeins tvo þeirra, rúm-
máliö og hugsunina. Allt, sem er
til, hvílir í guði. Gagnstætt Cart-
esiusi heldur S. því fram, að engin
víxláhrif eigi sér stað milli sálar
og líkama, en hann álítur, að
sérhver hræring sálarlífsins eigi
sér hliðstæðu í likamlegri líðan
okkar. Við getum unnið bug á
ástríðunni með „skynsemisást á
guði“, þegar við skiljum, að sér-
hver hlutur á sér stað í hinni
guðdómlegu heimsskipan.
Spíritualismi álítur að tilveran sé
algerlega andlegs eðlis. Sbr. ideal-
ismi. Mótsetning: Materialismi.
Stoikarar, grískir heimspekingar,
sem aðhylltust kenningar Zenons
(u. þ. b. 300 f. Kr.). Að áliti þeirra
var hógværðin hin æðsta dyggð.
Þeir reyndu að forðast andstreymi
lífsins í þeirri trú að örlög þeirra
væru í hendi góðrar og viturrar
forsjónar.
Subjektivismi álítur að öll þekking
' sé komin undir hugsun og sálar-
lífi einstaklingsins (subjektsins).
Mótsetning: Realismi 2).
Teismi (guðstrú) heldur því fram
gagnstætt ateismanum, aö guð sé
til. Venjulega er orðið þó notað í
mótsetningu við panteismann, í
þeirri merkingu, að guð sé yfir-
náttúrleg, sjálfstæð og skynsemi
gædd vera.
Teodicé, samheiti hinna mörgu til-
rauna, sem gerðar hafa verið til
að skýra sambandið milli tilveru
almáttugs og algóðs guðs og vitn-
eskjunnar um böl og þjáningar
þessa lifs.
Transcendent er sá raunveruleiki
kallaður, sem mennirnir geta ekki
skynjað með skilningarvitum sín-
um. Um tilveru slíks raunveru-
leika eru heimspekingar ekki á
eitt sáttir.
Utilismi eða utilitarismi nefnist sú
siðfræðiskoðun, sem álítur að þær
gerðir okkar séu góðar, sem eru
gagnlegar fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið.
Voltaire, Francois (1704—1778),
franskt skáld og heimspekingur,
einn þekktasti maður „upplýs-
ingaraldarinnar", barðist fyrir
skynsemi og mannúð í viðskiptum