Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 226
204
Myndlist
hann gekk í þjónustu Hákonar
erkibiskups í Björgvin. Hann mun
hafa unnið að ýmsum listum fyrir
Hákon, þar til hann snýr heim
aftur, 1340, en hafði áður heitið
Hákoni að koma til hans aftur og
starfa áfram í þjónustu hans.
Af listaverkum seinni hluta tíma-
bilsins má nefna lýsjngar Skarðs-
bókar, A. M. 350, fol., Plateyjar-
bókar, G. kgl. Sml. 1005, fol., mynd
Ólafs helga í Arnbælisbók, A. M.
135, 4to. og paxspjald úr rostungs-
tönn frá Breiðabólstað, í Þjóðm.-
safninu hér. Af listamönnum er
helztur Magnús Þórhallsson, er
lýsti Flateyjarbók í Viðidalstungu
á árunum 1387 til 1394.
1400—1550.
Gotneska stílþróunin heldur
áfram vel fram á 15. öldina. Mynd-
gerðin verður æ frjálsari og hreyf-
ingin á myndfletinum örari. Áður
voru allir hlutar myndarinnar
beygðir undir aðalatriðið og látnir
lúta því til fulls, en nú fer að gæta
fleiri smáatriða, er máli skipta, og
myndbyggingin verður þvi lausari í
reipunum. Er lengra líður á tíma-
bilið, fer að bera á ýmsum nýjum
áhrifum, þýzkum og dönskum, sem
einkennast helzt af ofhlöðnu skrauti
og flúri. Þessi áhrif eru vísir til
hins nýja barokk-stíls, sem aðal-
lega kemur til landsins með straum-
um lúterskunnar á sextándu öld,
en lifir þó aldrei neinn blóma hér,
þar sem list okkar fer mjög hnign-
andi, áður en það gæti orðið.
Á meðal merkustu listaverka okk-
ar frá 15. öldinni er Teiknibókin
svonefnda, en það er skinnrit á
Árnasafni, nr. 673, 4to. Hún er 42
síður með rúmum 100 pennateikn-
ingum, ákaflega fallegum og snilld-
arlega gerðum. Teiknibók þessi er
ein hinna örfáu af sínu tagi, og J
líklega sú eina, sem enn er heil, en
slíkar bækur, er senn voru upp-
dráttarbækur listamannsins og for-
teikni- eða kópíubækur handa al-
menningi, voru algengar á miðöld-
um. Má þar finna myndir úr písl-
arsögu Krists, myndir helgimanna,
þjóðlífslýsingar, mynztur fyrir silf-
urgröft, útskurð og upphafsstafi,
ásamt myndum úr sköpunarsögunni
og mörgu fleira. Stíll bókarinnar
er að mestu hágotneskur, en þó
bregður fyrir nýrri áhrifum, jafn-
vel barokk.
Af lýstum handritum þessa tíma-
bils má nefna Jónsbókarhandrit í
Árnasafni, nr. 132, 4to, með haglega
gerðum myndum.
Þegar líða tekur á tímabilið, fer
mikið afturhvarf að gera vart við j
sig í lýsingum og almennum
skreytingum til gamalla rómanskra
mynzturgerða. Vafningar og fléttur |
verða aftur ráðandi, þrátt fyrir
sterk barokk áhrif, sem berast að-
allega frá Hollandi og Þýzkalandi.
Af lýsingum, þar sem þetta verður
séð, má m. a. nefna Jónsbókar-
handrit í Thott., nr. 2102, 4to., Ny,
Kgl. Sml. 1931, 4to„ og Gl. Kgl.
Sml. 3274a, 4to. Af merkilegum út-
skurði, þar sem þetta afturhvarf
kemur fram, má nefna stóla þá, er
Benedikt Narfason smíðaði handa
börnum Jóns Arasönar, og þá sér-
staklega stól Ara, sem nú er í
Nationalmuseum í Höfn. Meðal
listamanna tímabilsins eru helztir: j
Bjarni ívarsson Hólm (d. c. 1475), J
Sigvaldi Gunnarsson langalíf (um
miðja 15. öld), Grímur Skúlason í j
Hruna (d. 1580) og Þóra Tómas- |