Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 78
76
Bandaríki N.-Ameríku
Verkalýðshreyfing:
Menn höfðu vonazt til þess í
Bandarikjunum, að umskipti iðn-
aðarins frá stríðsframleiðslu til
friðarframleiðslu mundi verða lokið
um mitt ár 1946. Svo varð þó ekki,
og lágu til þess ýmsar orsakir, fyrst
og fremst hinar miklu vinnudeilur,
sem stóðu yfir á því ári. Verka-
mennirnir höfðu yfirleitt unnið 53
til 55 tíma á viku öll stríðsárin og
fengið yfirvinnu borgaða. Eftir
vopnahléð við Japana styttist
vinnutíminn í mörgum iðngreinum
niður í 40 stundir, eins og verið
hafði fyrir stríðið, en þetta hafði
í för með sér verulega lækkun á
vikukaupi verkamanna. Þeir fóru
fram á 30% kauphækkun. Til verk-
falla kom og urðu þau alvarlegust
innan bifreiðaiðnaðarins, rafvéla-
framleiðslunnar, járn og stálnám-
anna. Verkföllin enduðu yfirleitt
með því að kaupið var hækkað um
18,5 sent á tímann. Járnbrautar-
verkamenn fóru einnig i verkfall, og
var það fyrsta verkfallið innan járn-
brautanna síðustu þrjá áratugina.
í Bandaríkjunum eru u. þ. b. 15
millj. félagsbundnir verkamenn.
Tvö stór alþýðusambönd ráða mestu
innan verkalýðshreyfingarinnar,
American Pederation of Labor
(APL) og Congress of Industrial
Organizations (CIO). Hið fyrr-
nefnda er miklu eldra og hefur
innan vébanda sinna einkum fag-
lærða iðnverkamenn, en hið síðar-
nefnda aðallega ófaglærða verka-
menn í stóriðnaðinum. AFL er
íhaldssamt mjög, en CIO er mun
róttækara og líkara verkalýðssam-
böndum Evrópu. í nokkur ár höfðu
kolanámuverkamenn sitt eigið sam-
band, en það gekk i APL árið 1946.
Leiðtogi þeirra, John Lewis, er einn
af áhrifamestu mönnum í banda-
rískri verkalýðshreyfingu. Hin
ýmsu félög járnbrautarverkamanna
mynda samband sín á milli, sem er
vellauðugt, á tryggingarfélag, banka
og skýjakljúfa.
Indíánar og sverting jar
Um skeið virtist sem frumbyggjar
Norður-Ameríku, indíánar, væru að
líða undir lok. Þeir búa nú á sér-
stökum svæðum, sem hafa verið
friðuð, þeim til afnota, og hafa
kjör þeirra farið mjög batnandi síð-
ustu áratugi fyrir atbeina stjórn-
arinnar í Washington. Áður hafði
kynstofninum sifellt farið hrakandi,
en nú er það breytt.
Barátta svertingjanna fyrir þjóð-
félagslegu og atvinnulegu jafnrétti
á við þá hvítu hefur gengið illa.
í suðurríkjunum er sambúðin þeirra
á milli erfið, og hefur það orðið til
þess, að svertingjarnir hafa flutzt
norður á bóginn og búsett sig i iðn-
aðarhéruðunum þar, en það hefur
orðið tilefni nýrra vandamála. Á
síðustu stríðsárunum bar sérstak-
lega mikið á þessum „þjóðflutning-
iun“. Kröfur svertingjanna um jafn-
rétti verða þó æ háværari. Lestrar -
kunnáttan fer vaxandi með&l
svertingjanna. Þeir eiga nú um 100
háskóla og menntaskóla og gefa út
100 blöð og tímarit. 1939 áttu svert-
ingjar 30,000 verzlanir, sem seldu
fyrir 71 millj. dollara. Margir
svertingjar hafa getið sér góðan
orðstír sem vísindamenn, rithöf-
undar og listamenn.
Stjórnmálaflokkar
I Bandarikjunum eru tveir stjórn-
málaflokkar öllu ráðandi, demo-