Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 314
292
Iþróttir
Knattspyrnuráð Reykjavíkur (K.
R. R.) er fulltrúaráð knattspyrnu-
íélaganna í Reykjavík. Það var
stofnað árið 1919, og skipúðu þessir
menn fyrsta ráðið: Egill Jacobsen,
form. Pétur Sigurðsson, Fram. Erl.
Ó. Pétursson, KR. Magnús Guð-
brandsson, Val. Axel Andrésson,
Víking.
K. R. R. hefur frá stofnun þess
farið með alla stjórn knattspyrnu-
mála í Reykjavík; séð um öll knatt-
spyrnumót i héraðinu og flest lands-
mót í knattspyrnu. Það hefur staðið
fyrir mótttöku erlendra knatt-
spyrnuflokka, m. a. komu danska
ög norska landsliðið hingað á veg-
um þess.
K. R. R. starfaði undir yfirstjórn
f. S. í. þangað til Knattspyrnusam-
bahd íslands var stofnað og var
K. R. R. aðal driffjöðurin að stofn-
un þess.
Núverandi ráð sldpa eftirtaldir
menn: Ólafur Jónsson, form. Lúð-
vik Þorgeirsson, Fram. Haraldur
Guðmundsson, KR. Sveinn Zoega,
Val. Gunnlaugur Lárusson, Víking.
íþróttabandalag Reykjavíkur er
stofnað að tilhlutan borgarstjóra
og samkvæmt íþróttalögunum, 31.
ágúst 1944, af 16 íþróttafélögum
Ólafur Sigurðsson,
form. í. B. R.
bæjarins. Tilgangur þess er að
vinna að sameiginlegum áhugamál-
um íþróttafélaganna, hafa á hendi
yfirstjórn alla f héraði og koma
fram fyrir hönd íþróttahreyfingar-
innar í bænum gagnvart öllum að-
ilum utan Reykjavíkur, sem og í.
S. í. og sérsamböndum hinna ýmsu
íþróttagreina.
Starfsemi bandalagsins er all-
margþætt og umfangsmikil, eykst
ár frá ári og má eflaust telja, að
árangur sé mjög góður eftir ekki
lengra starfstímabil. Stjórn í. B. R.
skipa einn fulltrúi frá hverju fé-
lagi, auk formanns, sem kosinn er
á ársþingi, en framkvæmdastjórn
annast framkvæmdaráð, skipað for-
manni og fjórum stjórnarfulltrúum.
Fyrsti formaður bandalagsins var
kjörinn Gunnar Þorsteinsson hæsta-
réttarlögmaður, en síðustu þrjú ár-
in hefur Ólafur Sigurðsson kaup-
maður gegnt því starfi. Auk hans
eiga sæti í framkvæmdaráði í. B.
R. þeir Gísli Halldórsson arkitekt,
varaform., Eiríkur Magnússon bók-
bandsverkstjóri, Jón Eiríksson lækn-
ir og Sigurður Steinsson járnsmíða-
meistari. Framkvæmdastjóri er Sig-
urður Magnússon, en skrifstofu
hefur bandalagið á Hverfisgötu 42.