Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 227
Myndlist
205
dóttir (uppi um miðja 16. öld, lik-
lega dáin 1595).
1550—1900.
Með siðskiptunum bíður íslenzk
list mikinn hnekki, og má allt að
því segja, að hún líði undir lok sem
lifandi menningargrein. Aðálástæð-
an var sú, að lúterska kirkjan var
mótfallin hverskonar skrauti. Virð-
ist hún hafa litiö svo á, að allar
helgimyndir og kirkjuleg list yfir-
leitt minnti rnn of á kaþólska tíð.
Bannfærði hún því allt nýtt á því
sviði, en eyðilagði hið gamla eða
stakk því undir stól. Annað atriði,
ekki síður mikilvægt, er það, að nú
fer prentlistin að ryðja sér til rúms
í landinu. Handritun stórra og
fagurra bóka líður því undir lok
og með henni sú listgrein, sem mest
hafði verið iðkuð, lýsingarnar. Vax-
andi fátækt þjóðarinnar bætti held-
ur ekki úr skák, og lagðist þetta
allt á eitt um að kyrkja listsköpun
og fegurðargleði manna.
Praman af tímabilinu blandast
saman, svo sem ég hef nefnt, aft-
urhvarf til rómanskra mynztur-
gerða og nýr barokk-stíll, sem var
þó frekar eftiröpun erlendra bóka
og gripa en lífræn þróun. Hins-
vegar standa listiðnir, svo sem silf-
ursmíði, tréskurður og myndsaumur
í talsverðum blóma, og er þar hinn
gamli rómanski stíli að mestu ráð-
andi.
Þrátt fyrir þessa niðurlægingu
eigum við samt mörg listaverk frá
þessum tíma, og okkur eru kunn
nöfn helztu málaranna. En flest
þessara málverka bera mun meiri
keim danskra og þýzkra áhrifa en
gamallar islenzkrar listar, og verða
fæst þeirra talin merkileg. Meðal
helztu listamannanna eru: Björn
Grímsson, málari (sonur Gríms
Skúlasonar í Hruna) dáinn 1634,
Hjalti Þorsteinsson prófastur í
Vatnsfirði (f. 1665, d. 1754). Meðal
málverka séra Hjalta er mynd af
Þórði biskupi Þorlákssyni (í Pred-
riksborgar safninu í Danmörku),
brjóstmynd af Markúsi sýslumanni
Bergssyni (í Þjóðm.s.) og mynd af
Hallgrími Péturssyni (Þjóðm.s.). .
Sæmundur Magnússon Ilólm,
prestur á Helgafelli (f. 1749, d.
1821). Stundaði nám við Konung-
lega listaháskólann í Kaupmanna-
höfn, fær árið 1779 silfurpeninginn
stærri fyrir fríteikningu, sama ár
annan heiðurspening og ári síðar
stóra gullpeninginn fyrir gljápapp-
ír, er hann hafði fundið upp, sem
hann síðar fær konunglegt einka-
leyfi til framleiðslu á. Hann lagði
aðallega stund á eirstungu. Meðal
helztu mynda hans eru mynd af
Magnúsi Ketilssyni sýslumanni,
Sveini Pálssyni lækni (raUðkrít) og
Árna biskupi Þórarinssyni. Allar
myndirnar eru geymdar á Þjóð-
menjasafninu.
Þorsteinn Hlugason málari fer að-
eins 18 ára gamall af landi brott
og dvelur alla ævi í Þýzkalandi, að-
allega í Brunnsvík. Af þeim fáu
myndum, sem enn eru til eftir hann,
eru tvö málverk í listasafninu í
Brunnsvík. Hann deyr 1817, 46 ára
gamall. Ilelgi Sigurðsson, prestur á
Setbergi og Melum (f. 1815, d.
1886). Jafnframt námi við háskól-
ann í Höfn stundaði hann listnám
í konunglega Akademíinu. Hann var
fyrsti íslendingurinn, er lagði stund
á ljósmyndagerð. Af myndum hans
má nefna teikningu af Jónasi Hall-
grímssyni, brjóstmynd af Jóni