Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 201
Hæstiréttur
179
Hæstiréttur.
Hæstiréttur er stofnaSur með lögum nr. 22 frá 1919, en til þess tíma fór
hæstiréttur Danmerkur með æðsta dómsvald í íslenzkum málum. Fyrsta
þinghald í Hæstarétti íslands var háð 16. febr. 1920. Til hæstaréttar má
skjóta öllum opinb. málum og einkamálum, sem dæmd hafa verið eða úr-
skurðuð af héraðsdómendum. Sé um f járkröfu að ræða, er nemur lægri f jár-
hæð en 50 kr., verður því máli ekki skotið til dómsins nema með leyfi dóms-
málaráðherra. Núgildandi lög um hæstarétt eru nr. 112 frá 1935. í hæsta-
rétti eiga 5 dómendur sæti og kjósa þeir sér forseta til eins árs í senn.
Fyrsti dómstjóri hæstaréttar var Kristján Jónsson. Þessir dómendur eiga
nú sæti í hæstarétti: Jónatan Hallvarðsson, dómstjóri, Árni Tryggvason,
Gizur Bergsteinsson, Jón Ásbjörnsson og Þórður Eyjólfsson. Ritari dómsins
er Hákon Guðmundsson. Ef dómari forfallast, tekur einhver lagakennari
háskólans sæti hans. Flest mál, sem skotið er til hæstaréttar, eru flutt
munnlega í heyranda hljóði og fer málflutningur venjulega fram annan-
hvem dag, eða oftar, eftir fjölda mála. Aðiljar geta flutt mál sín sjálfir,
en að öðru leyti annast hæstaréttarlögmenn flutning mála fyrir dóminum.
Dómsmálaráðherra veitir leyfi til málflutnings fyrir hæstarétti, að full-
nægðum þeim skilyrðum, sem sett eru i lögum. Hæstaréttarritari gefur út
stefnur í málum, sem skotið er til dómsins og er skrifstofustjóri dómsins.
Félagsdómur.
Félagsdómur er stofnaður með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og
vinnudeilur. Er verkefni hans að dæma í málum, sem rísa út af kærum
um brot í nefndiun lögum og tjóni, sem orðið hefur vegna ólögmætra
vinnustöðvana, og að dæma í málum út af kærum um brot á vinnu-
samningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans.
Félagsdómur er skipaður 5 dómendum. Þessir menn eiga nú sæti í dómmun:
Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, forseti dómsins, og Gunnlaugur E.
Briem skrifstofustjóri nefndir af hæstarétti. ísleifur Áxnason prófessor
nefndur af félagsmálaráðherra eftir tilnefningu hæstaréttar, Ragnar Ólafs-
son hæstaréttarlögmaður nefndur af Alýþðusambandi íslands og Einar
B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður nefndur af Vinnuveitendafélagi
íslands.