Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 187
Litmyndir
Siðan kvikmyndirnar voru fundn-
ar upp, hafa kvikmyndafrömuðir
reynt af fremsta megni að bæta úr
tveim aðalannmörkunum á þeim,
þ. e. litunum og hljöðinu.
Það hafa verið gerðar margar til-
raunir, með misjöfnum árangri, sið-
an 1896, að kvikmyndirnar voru
fundnar upp, að leysa þessi vanda-
mál, liti og hljóð. Árið 1926 var
fyrsta talmyndin sýnd i New York,
og þá byrjaði ör þróun, sem gjör-
breytti kvikmyndagerð um heim all-
an. Svo ör hefur þróunin í lit-
myndagerð þó ekki veriö. Árið 1935
var sýnd í Evrópu fyrsta þrí-lita-
myndin, „La Cuearacha" og seinna
„Becky Sharp“. Báðar þessar mynd-
ir voru teknar af hinu þekkta
Technicolour-fyrirtæki, og voru
þessar myndir hinar fyrstu, sem
teknar voru eftir alveg nýrri að-
ferð.
Um líkt leyti höfðu Þjóðverjar
fundið upp Agfa-litunaraðferðina,
sem þó aðeins var notuð af áhuga-
ljósmyndurum,- því að aðeins eitt
eintak var hægt að fá af hverri
mynd. Þó er nú búið að þróa þessa
aðferð svo, að hægt er að fá eins
mörg eintök af hverri mynd sem vill.
Mun nú verða lýst nánar þessum
tveim aðalaðferðum við litmyndir.
Það eru til fleiri aðferðir, sérstak-
lega ameriskar, en þar eð þessar
tvær, Agfa- og Technicolouraðferð-
in, sem mest eru notaðar við kvik-
myndagerð, höfum við valið þær.
Við litmyndatöku eftir Technicoi-
our-aðferðinni verður kvikmynda-
vélin að vera mikið stærri en við
venjulega kvikmyndatöku. Litasíjur
og ljósgler greina litina, sem koma
í gegnum Ijósopið og beina þeim á
þrjár mismunadi myndræmur,
þannig að ein ræman tekur alla
gula liti, önnur rauða og sú þriðja
bláu myndirnar.
Við framköllun — myndin er tek-
in á venjulega svart-hvíta filmu —
fær maður þannig þrjár myndræm-
ur í svörtu-hvitu, sem saman skapa
myndina. Af þessum þremur ræm-
um eru svo búnar til þrjár prent-
myndir, sem eru prentaðar hver í
sinum lit á celluloidpappír. Fyrst
voru rauðu litirnir prentaðir öðru
megin á celluloidpappírinn, en hinir
litirnir hinu megin. Sú aðferð er
ennþá notuð við Cinecolour-aðferð-
ina.
Agfacolour-aðferðin er aftur á
móti allt öðruvísi. Við þessa að-
ferð er hægt að nota venjulegar
myndavélar. Framköllunin og end-
urmyndunin (kopieringin) er ekki
mikið flóknari en við venjulegar
myndir. Að vísu verður að hafa
meiri nákvæmni með tilliti til ljós-
setningar og framköllunartíma en
ella. Einnig þarf önnur efni til
framköllunar. Filmhimnan er þá
samsett úr ótal lögum og hæfileikar
litanna til að komast í gegnum
þessi lög ræður hvaða litir koma
fram. Litirnir eru samt sem áður
ekki í filmunni. Það eru efni, að
nokkru leyti litlaus, í ljósopunum.
Þessi efni mynda í framkölluninni,
með hjálp efna í framkallaranum,
hina réttu liti myndarinnar. Fyrst
koma hinir réttu litir allir fram
í einu, og þá var aðeins hægt að
fá eitt eintak af myndinni, þ. e. það
sem var í myndavélinni.
En 1939 var fundin upp Afga-