Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Blaðsíða 87
Sovétríkin
85
aukizt um 70%. Á brúnkolasvæðinu
fyrir sunnan Moskvu eru framleidd
kol handa iðnaðinum í nágrenninu,
sem áður flutti kol til sinna þarfa
frá Donéts. Kolaframleiðslan þar
var árið 1938 7,4 millj. lesta.
Olía
Sovétríkin eru auðug af olíu.
Þekktustu olíulindirnar eru við
Bakú, sem fyrir stríðið framleiddu
73% af allri olíu Sovétríkjanna. Af-
gangurinn kom einkum frá Grosné,
Majkop og öðrum lindum fyrir
norðan Kákasusfjöll. 1930 km iöng
olíuleiðsla liggur frá Bakú til hafn-
arinnar Batum við Svartahaf og
640 km leiðsla frá Grosny til Tuapse,
sem liggur norðar við botn Svarta-
hafs. Á seinni árum hefur olía fund-
izt í héruðunum milli Úralfjalla og
Volgu, einkum í Basjkir-Udmurt-
lýðveldunum. Má þar einkum nefna
Isjimbajolíulindirnar í Basjkir. Aðr-
ar lindir eru í Tjkalov-, Molotov-
og Kubísévhéruðum. Olían í þessum
héruðum er áætluð nema 7,2 millj-
örðum lesta, þ. e. 32% af allri
olíu, sem er í jörðu í Sovétríkjun-
um, en í Bakú er olían áætluð nema
29%. Hreinsun olíunnar fer að
mestu leyti fram við olíulindirnar.
Olían, sem framleidd er í austur-
hluta Rússlands, er að miklu leyti
notuð í hinum sívaxandi iðnaði í
Úralfjöllum.
Víða annars staðar er olía fram-
leidd, m. a. við fljótið Embu norð-
austan Kaspiahafs. 1940 var þar
unnin ein millj. lesta olíu, sem dælt
var eftir 885 km langri leiðslu til
Orsk, þar sem hún var hreinsuð.
Hráolíuframleiðsla Sovétríkjanna
fjórfaldaðist á árunum 1913 til
1941, úr 9,2 millj. lesta í 38 millj.
Málmar og annað
Mikilvægustu járnnámurnar eru
við Krivoj Rog í Vestur-Úkraínu
og Magnitogorsk og víðar í Úral-
fjöllum. Auk þeirra er fjöldi járn-
náma víðs vegar um Sovétríkin,
m. a. á Kertskaga og við Kúrsk.
Kertjmálmgrýtið hefur lítið járn-
innihald (33,4_%), en vinnsla þess
er auðveld. í Úralfjöllum eru margs
konar málmar unnir, m. a. kopar,
gull, sink, króm og platína. Þar .er
einnig unnið báxít, en mestu báxít-
námur Sovétríkjanna eru þó við
Tikvin, skammt frá Leningrad, og
er þar unnið hráefni handa mestu
alúminverksmiðjum Evrópu við
Svanka, rétt fyrir sunnan Ladoga-
vatn.
í Kasakstan hefur fundizt mikið
af kopar, nikli' og blýi. Við vinnslu
og hreinsun þessara málma eru m.
a. notuð kol frá Karaganda. Mestu
koparnámurnar eru við Kounrad,
40 km fyrir norðan Balkasjvatn.
Blý er hreinsað m. a. við Tjimkent
og Ridder. Mangan er unnið í Tjia-
tura í Grúsíu og sent þaðan til
málmiðjuveranna i Úralfjöllum, þar
sem það er notað í málmblöndur.
Mangan er einnig unnið við Nikopol
í Úkraínu.
Á Kólaskaga er unnið nefelín til
alúmínframleiðslu, einnig kopar og
nikkill í nánd hinnar nýju borgar,
Montégorsk. Úr Kibinfjöllum á
Kólaskaga er unnið apatít, sem not-
að er við framleiðslu tilbúins
áburðar. Borgin Kirovsk á Kóla-
skaga hefur á skömmum tíma vaxið
upp í stórbæ með 130,000 íbúa
vegna apatit- og nefelínnámanna,
og þess iðnaðar, sem viö þær eru
tengdar.