Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 12
Þjóðin hefur eignast ný og
betri tæki til framleiðslunnar.
En það kemur að engu haldi, ef
vér getum ekki selt til annara
þjóða alla framieiðsluna fyrir
framleiðslukostnaði. Það er því
nú hin mesta nauðsyn að hefja
stórfellt slcipulagt starf til að
kynna ísl. framleiðslu og selja
hana sem víðast um heim. Á
þeim vettvangi ríður oss nú á að
eiga ötula afburðamenn og
senda þá í leiðangra til allra
þeirra þjóða, sem hugsanlega
gætu til frambúðar keypt ísl.
framleiðslu. í þessum efnum má
aldrei vera um neitt fálm að
ræða, heldur þrauthugsað skipu-
lag og þrotlaust starf heima og
heiman.
Þarna þarf ríki og framleið-
endur að offra nokkru til kynn-
ingar framleiðslunni.
Það þarf að kynna sér ná-
kvæmlega þörf hinna ýmsu
þjóða og getu til kaupa í frjáls-
um gjaldeyri, eða annars, og ein-
hverju leyti í skiptum íyrir vör-
ur, er oss vanhagar mest um.
Fiskaflinn 30. avril 19^7:
ísaður fiskur (eiginn afli fiskiskipa útfl. af beim) . . 22.546.791 kg.
(Á sama tíma í fyrra) ........................... 25.267.317 —
Keyptur fiskur í útfl.skip.......................... 1.294-014 —
(Á sama tíma í fyrra) ........................... 27.004.895 —
Til frystingar .................................... 52.746.067 —
(í fyrra) ...................................... 47.209.194 —
Til herslu (í fyrra) ................................. 647.416 —
Til niðursuðu ........................................ 303.082 —
(í fyrra) ........................................ 676.202 —
Til söltunar ...................................... 46-222.560 —
(í fyrra) ........................................ 8.940.531 —
Neyzla innanlands..................................... 866.902 —
(í fyrra) ........................................ 1.031.934 -—
Beitufrysting ........................................ 276.561 —
Síldarbræðsla ..................................... 10.897.980 —
Allur afli pr. 30. apríl 1947 .................... 135.153.957 —
Allur afli pr. 30. apríl 1946 .................... 111.258.773 —
mNÆSLIS
8