Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 20

Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 20
möguleika og vinna úr þeim, finna neytendurna, fá nákvæma vitneskju um óskir og þarfir þeirra, hvar sem þeir eru í heim- inum og láta þær upplýsingar framleiðendum og útflytjendum í té. Þannig verður minnst á huldu milli framleiðenda og neytenda þó lönd og álfur liggi á milli. Slík stofnun getur orðið eins konar al-sjáandi og al-vit- ’andi leiðbeinandi þeirra, sem að útflutningi vinna. Skipulegar markaðsrannsókn- ir og upplýsingasöfnun geta ver- ið með ýmsum hætti. I fyrsta lagi ættu allar sendisveitir og ræðismannaskrifstofur að senda reglulega umbeðnar upplýsingar til starfandi miðstjórnar mark- aðsrannskónanna hér heima, enda má telja að það ætti að vera megin þáttur í starfi sendi- sveitanna. Þá ætti slík stofnun að tiyggja sér reglulegar send- ingar skýrslna, blaða og heim- ilda um heimsviðskipti. Og hún ætti að fá upplýsingar frá sendinefndum, opinberum fulltrúum og sendimönnum fvr- irtækja eftir atvikum. — Loks ætti hún, hið opinbera og útflytjendur sérstaklega eða sameiginlega að senda dugandi menn sem víðast og leita uppi þá markaði, sem vér gætum hag- nýtt oss. Slíkir sendifulltrúar ættu að senda markaðsrann- sóknunum reglulega upplýsing- ar og skýrslur. Rannsóknar- vinna þeirra ætti m. a. að vera j fólgin í því að kynna sér líf markaðsþjóðanna, læra mál þeirra, kynna sér sögu þeirra og < atvinnumenningu, fjárhagsmál, stjórnarfar og þróun þjóðlífsins og lífsstig. I hverju sé fólginn kaupmáttur þeirra og hve mikill hann er, hve mikill þáttur *í neyzlu þeirra útflutningur vor er. Þeir verða að kynna sér í hvaða formi, gerð, gæði og verð- lag hentar bezt markaðinum. Hvaða umbúðir henti bezt og ástand flutningakerfis. Hjá hvaða hluta viðkomandi þjóðar markaðurinn er, og hve mikið mögulegt sé að auka hann. Þeir verða að finna út hvaða ytri og innri aðstæður hafa áhrif á markaðsmöguleikana, og hvern- ig hagkvæmast er að haga kynningu og auglýsingastarf- 4 semi. Jafnframt ber þeim að rannsaka, hvaða vörur vér kynn- um að hafa not fyrir af fram- < leiðslu viðkomandi þjóðar, verð- lag þeirra og gæði. Öruggar upplýsingar um hvaðan samkeppnin kemur verða 16 STEFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.