Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 32

Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 32
fá sem gleggí'*- yfirlit um ástíind og afkomuhorfur sjávarútvegs- ins. 2. Aðalfundur L. í. Ú. 1947 vís- ar til sameiginlegs erindis Land- sambandsins, Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda og Sölu miðstöðvar Hraðfrystihúsanna til Fjárhagsnefndar N. deildar Aiþingis um meðferð viðskipta — og gjaldeyrismála þjóðarinn- ar, og skorar á Alþingi og rílcis- stjórn að verða við óskum út- vegsmanna um skipun þessara mála. Löng greinargerð fylgdi þess- ari tillögu. Var þar gerð rækileg grein fyrir viðhorfi útvegs- manna til framleiðzlu og gjald- eyrismeðferðar þjóðarinnar, og sýntfram á réttlæti þeirrar sjálf- sögðu kröfu að útvegsmönnum væri gefinn kostur á að tilnefna tvo af sjö manna ráði því sem á hverjum tíma kæmu til að hafa á hendi ráðstöfun á erlend- um gjaldeyri. 3. Aðalfundur L. í. Ú. 1947 telur að framleiðsla landsmanna geti á engan hátt risið undir núver- andi dýrtíð í landinu og vill í því sambandi benda á þá staðreynd, að hækkað fiskverð um s. 1. ára- mót hafi engan veginn komið að fullum notum m. a. vegna hækk- aðrar vísitölu. Enda var því slegið föstu á s. 1. hausti, og ekki véfengt, að ákveðið hlutfall yrði að vera fast á milli lágmarks- verðs á fiski innanlands og dýr- tíðarvísitölunnar, eða þannig, að 65 aura lágmarksverðið miðað- ist við 300 vísitölustig. Útvegs- menn álíta bví með öllu tilgangs- laust, og ekki í samræmi við ósk- ir þeirra, að ríkið ábyrgist lág- marksverð á fiski án þess að framanritað sjónarmið sé þá lagt til grundvallar. Telur aðalfundurinn því mjög illa farið að Alþingi skyldi láta undir höfuð leggjast að skipuð yrði nefnd sú, sem lögin um á- byrgð ríkisins vegna vélbátaflot- ans mæla fyrir um að skipuð yrði og skila átti áliti fyrir 1. febrúar síðastliðinn, um stöðvun og niðurfærslu dýrtíðarinnar í landinu. Af þessu má fullyrða, að ís- lenzk framleiðsla er ekki sam- keppnishæf á heimsmarkaðinum og afurðasölumál vor í framtíð- inni í yfirvofandi háska, ef hér verður ekki tekið fast og ákveð- ið í taumana. Með tilvísun til framanritaðs 28 STEFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.