Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 44
togaraflota. Það er bví lengi bú-
ið að bíða eftir nýsköpunratog-
urunum, sem nú eru að koma til
landsins hver á fætur öðrum,
glæsilegri skip á þessu sviði en
sézt hafa hér við land áður og
sennilega hvergi í víðri veröld.
Gömlu skipin hafa verið seld úr
landi hvert af öðru: „Þorfinnur",
„Rán“, „Karlsefni“, „Gylfi“,
„Vörður“, „Kópanes“ og „Haf-
stein“. Skipastóllinn þessi nem-
ur 2,500 smálestum og liefði
slíkt einhverntíma þótt mikið
skarð fyrir skvldi hefði ekki ver-
ið von á því að það yrði fyllt
aftur með nýrri og betri tækjum.
Nýju togararnir hafa nú hver á
fætur öðrum siglt í höfn. Komn-
ir eru til landsins: „Ingólfur
Arnarson', „Helgafell", „Kald-
balcur“, „Gylfi",■ „Vörður“,
„Kári“, „Egill Skallagrímsson“,
„Egill Rauði", „Akurey“ og
„Bjarni Olafsson“.
Þessi skipastóll nemur nú
þegar um 6,000 tonnum og enn-
þá eru væntanleg til landsins
önnur 20 skip af hinni sömu gerð
— ails um 12,000 smálestir. Það
er bví engum blöðum um það að
fíeita, að með nýsköpun togara-
flotans var gert hið stórfelldasta
átak til hagsældar og farsældar
fyrir hið unga íslenzka lýðveldi.
Utgerðarmenn bjóða íslenzku
skipin velkomin í höfn og
treysta því, að þau ræki hlut-
verk sitt fyrir þjóðarheildina af
jafnmiklum skörungsskap og
dugnaði sem gömlu skipin gerðu
og færi íslenzku þjóðinni sem
oftast björg í bú.
40
STEFNER