Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 21

Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 21
að berast, um styrkleika hennar og veilur og bendingar um á hvern hátt bezt verði sigrast á samkeppninni. Við verðum jöfn- um höndum að fylgjast á vak- andi hátt með framleiðsluháttum og markaðsmálum þeirra þjóða, sem vér keppum við um markað- ina. Vér verðum á hverjum tíma að vita um aflabrögð þeirra, í hvaða formi aflinn er boðinn, verð og gæði. Vér þurfum einnig að vita um framleiðslutækni þeirra, vélar, verkfæri og vinnu- brögð. Þá ættu markaðsrannsókn- irnar að afla sýnishorna af fram- leiðsluvörum keppinautanna nýjungum í framleiðslu, umbúð- um o. s. frv. til stöðugs lífræns samanburðar. Framhald. FRÉTTIE Stjórn L. í. Ú. hefur ákveðið að seta á fót skrifstofu í London. Hefur Geir H. Zoega kaupmaður verið ráðinn til að veita skrif- stofunni forstöðu. Verður síðar skýrt frá hvar hún muni hafa aðsetur í London og hvert verk- efni skrifstofunnar muni vera. Þessi „nýsköpunarskip“ eru þegar komin til landsins: 1. Ingólur Arnarson. Eig.: Bæjarútgerð R.víkur. 2. Helgafell. Eig.: Helgafell H.f. R.vík. 3. Kaldbakur. Eig.: Utgerðarfél. Akureyr. 5. Egill Skallagrímsson Eig.: Kveldúlfur H.f. R.vík. 6. Egill Rauði. Eig.: Bæjarútg. Neskaupst. 7. Bjarni Ólafsson. Eig.: Akraneskaupstaður 8. Akurey. Eig.: Akurey H.f. Auk þess hafa verið keyptir til landsins eftirtaldir 3 togarar, byggðir rétt fyrir stríð í Þýska- landi: Gylfi B.A. 77 og Vörður B.A. 142, eign O. Jóhannessonar & Co., Patreksfirði og Kári R.E. 195, eign Alliance H.f. R.vík. STEFNIR 17

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.