Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 19
að útflutningur geti verið arð-
bærari starfsemi en innfiutning-
ur og er ekki ástæða til að óttast
að vér höfum ekki nóg af hæfum
dugnaðarmönnum, sem vildu og
* myndu af sjálfsdáðum vinna að
sölu innlendra afurða, ef svo
yrði gert.
f Vér stöndum nú á tíma-
mótum í utanríkisviðskiptum.
I stað þess að vera fyrst og
fremst kaupendur verðum vér
fvrst og fremst seijendur. Fram-
Vegis verður útflutningurinn
aðalatriðið, raunverulegt þjóðar-
markmið. Fram til síðustu ára
var framleiðslan megin vanda-
mál þjóðarinnar. En hin aukna
framleiðslugeta, skjóta og stór-
brotna tæknisþróun síðustu
tíma hefir breytt aðstöðunni á
þá lund að framleiðslan er ekki
lengur vandamál númer eitt,
heldur salan. Verndun fram-
leiðslunnar og sala hennar á er-
lendum mörkuðum er nú megin
viðfangsefnið framundan. —
► Lausn þess er margþætt. Sumt
ráðum við við, en annað ekki.
Við getum ráðið gerð, gæðum
og verðlagi framleiðslunnar og
sölutækni vorri en vér getum
ekki haft áhrif á pólitískt og
og fjárhagslegt ástand markaðs-
landanna.
Hvað snertir gerð, gæði og frá-
gang framleiðslunnar stöndum
vér ekki lakar en keppinautarn-
ir. En í því efni gætum vér aldrei
sætt oss við minna en að standa
framar öðrum. Núverandi verð-
lag gerir framleiðsluna óseljan-
lega fyrir kostnaðarverð og
stöndum vér því þar svo höllum
fæti að eigi má tæpara standa.
Það fá útvegsmenn eigi einir við
ráðið, þar verður að koma til
kasta alþjóðar, þeirra er að hafa
á hendi forustu um að knýja
fram lausn þess máls.
Hvað snertir sölutækni vora
er mikið verkefni óleyst, sem
vér getum leyst og á að leysast
undir forystu útvegsmanna. I
hinni hörðu samkeppni eftir-
stríðsáranna og útflutningsátaki
forystuþjóðanna í viðskiptum
hefir verið beitt sérstakri
markaðstækni, þ. e. vísindalega
skipulögðum markaðsrannsókn-
um með meiri krafti og betri
árangri en áður.
Með öðrum þjóðum eru víða
starfandi stofnanir, sem hafa
með höndum það verkefni að
rannsaka vísindalega markaðs-
möguleika viðkomandi þjóða.
Megin verkefni markaðsrann-
sóknanna er að safna saman og
afla upplýsinga um markaðs-
STEFNIR
15