Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 11
koma á leið verkefnum sem ann-
ars yrðu óleyst.
Þessi samtök eru ung að árum
og reynzlu. Þó hafa þau þegar
sannað tilverurétt sinn, á ýmsa
vegu. innávið gagnvart hinum
cireifðu félagsmönnum, og útá-
við á ýmsa vegu. Það er forráða-
mönnum þessara samtaka mikið
gieðiefni að geta lýst því yfir,
að ráðandi ríkisstjórnir hafa
hverju sinni á ýmsa vegu sýnt
þessum samtökum mikið traust
og hollustu. Enda hefur allt ver-
ið gert til að verðskulda það
traust og tryggja sem nánast og
eðlilegast samstarf.
Hér verður það því eins og oft
áður, að líf og lán þessara sam-
taka eiga rót sína og rétt upp-
tök í hinum mörgu einstakling-
um, þegnskap þeirra og þrótti.
Ef þeir gera skyldu sína í þessu
efni á hverjum tíma, eiga sam-
tökin í heild glæsilega framtíð
fyrir höndum.
Afkoman.
Þrátt fyrir einmunatíð og
yfirleitt góðan afla, má segja,
að mikil óvissa ríkir um endan-
lega afkomu, þar sem mikill
hluti saltfiskframleiðslunnar er
enn óseldur, og sala og afhend-
ing verulegs hluta hraðfrysta
fisksins er undir veiði og vinnzlu
síldarinnar komið. Það er því
ýmislegt vafasamt gagnvart af-
komu yfirstandandi árs, þrátt
fyrir, — eftir atvikum — mjög
góða samninga um afurðaverð-
ið.
Síldveiðarnar.
Þegar þetta er ritað, má segja
að fullvíst sé, að enn ætli þessi
vertíð að bregðast gjörsamlega.
Það er því ekki aðeins alvarlegt
mál fyrir hina einstöku útvegs-
menn, heldur verulegt áfall og
afdrifaríkt fyrir ríkið í heild.
Verður það sjálfsagt ýmsuin
alvarlegt umhugsunarefni hvern-
ig komast eigi yfir þann vanda,
sem þessi þriðja síldarvertíð
veldur.
Afurðasala um allan heim.
Ef hin íslenzka þjóð á ekki að
draga mikið í land, að því er
varðar lífsvenjur og kröfur síð-
ustu ára, verður henni nú að
skiljast, að hún þarf að bvggja
alla þá möguleika á ísl. fram-
leiðslu og sölu þeirra á erlendum
vettvangi. Hún veit, að þar er-
um við ekki einir um, og að þar
er fyrir höndum mikið verk að
vinna. Þar þarf til góða menn,
mikið fé, og skilning á þeirri
megin nauðsyn umfram allt.
STEFNIR
7