Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 36

Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 36
og allt gekk vel þar til í vikunni sem leið, þegar yfir 1,000 mál voru í húfi. Það er ekki vitað með vissu af hverju ósamkomulagið stafar, en almennt er álitið — ég hefi þessa fregn frá mörgum reykingar- og sjómönnum — að yfirvöldin hefðu getað notfært sér síldina betur, t. d. verkað hana. Talsmenn ráðsins halda því fram, að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt. Verkunarmenn höfðu báðar hend- ur fullar, og gátu ekki tekið eitt einasta mál í viðbót. Það var áreið- anlega ekkert hægt að gera við þessa síld annað en það, að senda hana í verksmiðjurnar. Og ef of mikið veiðist í dag, mun sagan endurtaka sig. Svo er almennt álitið meðal sjómanna, að The Herring Board hafi tilhneigingu til þess að taka ákvarðanir um, hvenær þeir megi fara á síld, hversu mikið þeir eigi að veiða og hvað þeir eigi að gera við síldina. Þetta er heldur ekki hið raunverulega ástand, eftir upp- lýsingum þeim, sem ég hefi aflað mér. Nefnd sjómanna og fulltrúa Herring Industry Board ákveða hversu mörg skip skuli fara á veið- ar, og liversu margar nætur þau nota. Nefnd þessi ákvað til dæmis í gær, að tveir þriðju af flotanum í Peterhead og Fraserburgh skyldu fara á veiðar með sex nætur á hvern mann. Og svo verðið. Það verður að taka það fram, að ég hefi ekki heyrt neinar kvartanir um annað verð, ákveðið af ráðuneytinu, en 30s fyrir „afgang,“ sem er álitið of lágt. Sjómenn eru ánægðir með önnur verð. En þeir líta á „afgang“ sem nokkurs konar eftirvinnu. Og svo spyrja þeir mig hvort ég hafi nokkurn tíma heyrt getið um menn, sem vilja vinna fyrir minna kaup í eftirvinnu. The Herring Industry Board segir: „Vér óskum aðeins eftir því að nóg síld veiðist fyrir matvælamarkaðinn.“ Þetta segja Mr. Tom Buchan, formaður sambands sjómanna í Peaterhead, maðurinn, sem ásamt varaformanni, Mr. Alexander Buchan og Mr. Robert May, formanni sambands sjómanna í Fraser- burgh, gekk úr síldarútvegsnefndinni eftir átök síðastliðinnar viku: „Við skulum landa allri þeirri síld, sem matvælamarkaðurinn þarfn- ast. Það er enginn vafi á því. Og þegar afgangur verður — þetta hlýtur að koma fyrir við og við — erum við reiðubúnir til að láta 32 STEFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.