Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 6

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 6
BJÖRN BJARNASON: Aí alþjóðavettvangi Verkí'all brezkra járnbrautar- verkamanna Hinn 29. maí s.l. hófu 70 þúsund járnbrautarverkamenn, aðallega lest- arstjórar og kyndarar, verkfall. Verk- fallið var boðað af Félagi lestarstjóra og kyndara til að knýja fram hærri láun meðlimanna. Landssamband járnbrautarverkamanna sem er fjölmennustu samtök járnbraut- arverkamanna í Bretlandi, stóð ekki að verkfallinu, en margir af meðlimum þess tóku þátt í því engu að síður. Ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi, en sú yfirlýsing heim- ilar henni að grípa inn í, meðal ann- ars með því að láta hermenn gegna störfum verkfallsmanna. Eining verkfallsmanna var með á- gætum og eftir 17 daga verkfall fengu þeir kröfum sínum framgengt, í öll- um höfuðatriðum. Samgöngumála- stjórnin viðurkenndi kröfuna um hærri laun fyrir sérkunnáttu og á- byrgð og skuldbatt sig til að ha-fa lok- ið samningum við hvern einstakan hóp verkamanna, innan viku frá verkfallslokum. Einnig var um það samið að engar refsiaðgerðir gegn verkfallsmönnum yrðu framkvæmd- ar. 1k Bifreiðaverkamenn í Banclaríkjunum vinna sigur Nýlokið er verkfalli bifreiðaverka- manna hjá Ford og General Motors með þýðingarmiklum sigri verka- manna. Vegna mjög óstöðugrar vinnu við þessa framleiðslu, gerðu verka- menn kröfu um fastákveðin árslaun. Þeirri kröfu var algerlega hafnað en að lokum gengu atvinnurekendur inn á að greiða nokkra viðbót við hinn opinbera atvinnuleysisstyrk, þannig að eftir einnar viku biðtíma fær atvinnulaus verkamaður, sem áður hefur unnið í starfinu ákveðinn tíma, viðbót við atvinnuleysisstyrk- inn svo að samanlagt verður hann 85% af fullum launum. Þetta gildii' i 4 vikur og næstu 22 vikurnar verð- ur viðbótin svo að jafgildi 60% af fullum launum verkamannsins eins og þau voru þegar hann varð atvinnu- laus. Samningurinn gildir í 3 ár og eru einnig í honum ákvæði um hækk- un á tímakaupi og ýmis önnur fríð- indi. Kauphallarbraskararnir og friðurinn Við staðfestingu Parísarsamning- anna hækkaði verð hlutabréfa ýmsra 132 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.