Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 28

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 28
beið ég við útgöngudyr flöskuþvotta- hússins, eftir að Ebba kæmi. Hún kom út að vörmu spori og gekk rak- leitt til mín. — — Er þarna þá ekki kominn hann Tarzan okkar apakonungur, sagði hún og skotraði yndislega til mín aug- unum. Mig kitlaði á bakinu, því mér fannst ekki betur en að í augnaráði hennar fælist vottur af aðdáun. — Ungfrú — svaraði ég — Hvíta mær, ertu með á bíó í kvöld? — Kannski ekki alveg, svaraði ég. ur alvara í þessu hjá þér? — Kannski ekki alveg, svaraði ég (Var það ekki makalaust hvernig þessar pillur orkuðu á málbeinið). Og án þess að bíða eftir frekari svari af hennar hálfu, bauð ég henni arminn og hvarf á burt með hana. Fleiri pillur fengum við ekki, en greinilegt var að verkanir þeirra, sem við höfðum þegar fengið, héldu áfram, því að framar óttuðumst við ekkert og Hólm forstjóri varð nauð- ugur viljugur að efna loforð sitt. Ebba reyndist svo viðmótsþýð að ég biðlaði samstundis til hennar og fékk hennar, áður en annar fengi tóm til að krækja í hanafrá mér. Við héldum brúðkaup í smáknæpu í einu úthverfi borgarinnar. Doktor Nikulás, elskan sú arna, ók okkur þangað í gamla bílskrjóðnum sínum. — Það er eitt, sem ég hefi áhyggjur af — hvíslaði ég að honum, meðan við sátum að snæðingi. -— Heldurðu að ég verði drusla aftur, ef að pill- urnar hætta allt í einu að verka? Hann lyfti glasinu og skotraði kankvíslega til mín góðlegum augun- um. — Þú ættir að vita það piltur minu að við svona tilraunir er annarri hverri kanínu gefnar hlutlausar pill- ur, til þess að sannprófunin sé ör- ugg. Og þú varst einn í hópi þeirra, sem ekki fengu annað en venjulegar kalkpillur. Mér er ánægja að gefa þér eitt glas af þeim. Það er líka hægt að fá þær yfirdekktar með flórsykri, en þá kostar glasið einni krónu meira. Glasið með þessum pillum var lengi í heiðurssessi í herberginu okk- ar. Eg þurfti ekkert á þeim að halda, en þegar hún Ebba gekk með hann Óla litla tók hún tappann úr brúð- gjöfinni hans Nikulásar gamla. þvi vitaskuld þurfti barnið okkar að fá góðar tennur og krafta í kögla og umfram allt var því nauðsynlegt að vera beint í bakið á leið sinni gegn- um lífið. íh. þýddi. TVÆR UPPFINNINGAR í Tékkóslóvakíu hefur verið fundið upp áhald til að eyða hávaða á vinnu- stöðum af völdum véla. Þetta áhald auðveldar mönnum að tala saman í miklum hávaða, þar eð það hefir eiginleika til að kæfa há hljóð en leið- ir veik hljóð. Þessi eyrnaverja hefir verið reynd á vegum þess opinbera með ágætum árangri. — Talið er að brátt muni þetta áhald verða almennt tekið í notkun, þar sem það á við. I Tékkóslóvakíu hefir einnig verið fundin upp ný tegund glers, sem últra-fjólubláir geislar fara- í gegn- um. Er glerið samsett af sex mismun- andi efnum og hefir alla eiginleika venjulegs glers. Auk mikilvægis þessa glers við lækningar má nota það í glugga íbúðarhúsa, opinberra bygginga, heilsuhæla, skóla, járn- brautavagna, strætisvagna, bifreiða, gróðurhúsa o. s. frv. 154 VINNAN og verkatySurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.