Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 13

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 13
Hver er þessi ungi maður á myndinni fyrir ofan — hvað er það, sem hann hefur að tjá svo athyglisvert, sem svipur áheyrendanna gefur í skyn? Hann heitir Jim Petterson og lék tveggja ára gamall negradrenginn í hinni frægu sovétkvikmynd „Zirkus“: við mikla hrifningu almennings, fyrir 19 árum. Síðan hefur þessi kvikmynd verið sýnd víða um lönd og er enn í góðu gengi. Hinn vinsæli Jim úr kvikmyndinni heitir einnig Jim sínu rétta skírnar- nafni. Faðir hans, Lloyd Petterson, hröklaðist frá Bandaríkjunum vegna atvinnuleysis á kreppuárunum milli stríða. 1933 kom hann til Moskva og fékk síðan ríkisborgararétt í Sovét- ríkjunum. Hann giftist rússneskri stúlku, og Jim er þeirra fyrsta hjónabandsbarn. — Jim litli sem átti því láni að fagna að þurfa ekki að reyna böl kynþátta- misréttisins, reyndist duglegur að læra í barnaskólanum, tók þátt í öllu félags- lífi barnanna og varð áhugasamur fé- lagi í náttúrufræðileshring skólans. — Þegar hann hafði aldur til gekk hann í Machímo sjóliðaskólann, fór á seglskip, (skólaskip) lagði jafnframt stund á rússneskar bókmenntir, sigl- ingasögu og ýmislegt tilheyrandi sigl- ingafræði. — Nú sækir Jim Petterson fyrirlestra í flotaháskólanum í Leníngrad sem verðandi skipstjórnarmaður að menntun. — Jim á ekki aðeins marga Hver er hnnn? VINNAN og verkalýðurinn 139

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.