Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 30

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 30
Gott fordæmi VISNA í Vestmannaeyjum var í júlí háð ein harð- vítugasta vinnudeilan á sumrinu, á milli Vél- stjórafélags Vestmannaeyja og atvinnurek- enda. Lyktaði henni með því að samið var um 17% kjarabót landvélstjóra. Hafði þá staðið verkfall í frystihúsum staðarins um þrjá sólarhringa og önnur verkalýðsfélög Eyjanna höfðu gripið til samúðaraðgerða. Samið var með aðstoð ASÍ. En það, sem einkum gerir þessa deilu at- hyglisverða og lærdómsríka fyrir verkafólk, er sú staðreynd, að af hálfu atvinnurekenda voru það ekki settar kjarakröfur vélstjór- anna, sem geirnum var beint gegn heldur athafnafrelsi vélstjórafélagsins, því að í gangi deilunnar buðu atvinnurekendur vél- stjórum meira en það sem félag þeirra hafði farið fram á eða um 5 þúsund krónur að meðtöldu orlofi og miðað við þáverandi vísi- tölu (161) þ. e. 45% hærra kaup en verka- menn fá. Á samningstímanum skyldi kaupið einnig hækka í samræmi við kauphækkun verkamanna. En hér fylgdi böggull skamm- rifi hjá atvinnurekendum: Þetta kostaboð var því skilorði bundið, að vélstjórafélagið afsalaði sér verkfallsrétti næstu 5 árin! — Þessu hafnaði vélstjórafélagið einróma á fundi með svohljóðandi samþykkt: „Vélstjórafélag Vestmannaeyja lítur svo á að verkfallsrétturinn sé félaginu of dýrmætur til þess að félagið afsali sér honum í nokkurri mynd og felur því samninganefndinni að gera enga þá samninga, sem skerða verkfallsrétt vélstjóra." Hvers vegna höfnuðu vélstjórarnir 5000 krónunum, sem þeim buðust þarna fyrirhafn- IIUGI HRAUNFJÖRÐ: Liljan Liljan fríða, blámið bczt bugar kviða í heimi, pig eg tiðum þrái mest, pér ég siðast gleymi. Látum á súðum vaða Fyrst við lifum litla stuncl, lofum timans hraða, eins og börnin létt i lund láturn á siíðum vaða. Til mömmu Við þér brosi í veröld flest, vermd af sonar hjarta. eigðu kjörin allra bezt, ccvi langa og bjarla. Frá atvinnuleysisárunum Þú skalt guði þakka heitt, það á svo að vera, ef að færðu ekki neilt, öreigi að gcra. Óheppni I.ifs er verst, þá nöpur nótt, nauðir flestar býður, að mig brestur þor og þrólt, þegar mest á riður. 150 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.