Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 24

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 24
ÚR MINNISBÖKINNI Stundvísi. Fátt er það, sem félagsmann má betur prýða en stundvísi. Hún er ekki aðeins vel metin í hópi þrosk- aðra samstarfsmanna og vænleg til vinsælda, stundvísin ber vott um fé- lagsþroska og gefur til kynna að þeim, sem temur sér hana, sé hægt að treysta í félagslegu starfi yfir- leitt. Það má lýsa kostum stundvís- innar í löngu. máli. En andstæða hennar, óstundvísin, talar þó skýr- asta máli um nytsemi hennar. Þess eru mörg dæmi gömul og ný, að forystumenn félags hafa ráðizt í að boða félagsfund og orðið svo að aflýsa fundi eftir klukkustundar bið eða meir, vegna þess, að loks, þegar hinir ósfundvísu dröttuðust á fund- arstað, voru hinir stundvísu eða minna óstundvísu orðnir uppgefnir á að bíða og farnir heim eða til vinnu sinnar. — Þannig hefur óstundvísin oft hindrað tímabæra afgreiðslu nauð- synjamála og orðið til tjóns fyrir alla félagsmenn. Með endurteknum svona dæmum hefur óstundvísin komið mörgum forystumanninum til að leggja árar í bát, þreytt þá, er vildu vel gera, og komið mörgu fé- laginu á kné. Ekki er óstundvísin síð - ur hvimleið í nefnda- og stjórnar- störfum. Oft hefir það hent, að einn maður hefur t. d látið tvo eða þrjá menn bíða eftir sér von úr viti og komið svo loks þegar meiri hluti r.efndar eða stjórnar gat ekki lengur biðið og var horfinn af fundi eða tími orðinn það naumur að forsvaranleg afgreiðsla mála var útilokuð. A þennan hátt hefir sá óstundvísi í einkabjástri sínu ekki aðeins hindr- að félagslegt starf og gert félagi sínu meiri eða minni óleik, heldur einnig með tillitsleysi sínu spillt tíma fé- laga sinna, með þeim afleiðingum oft og tíðum að þeir gáttuðust á því að sækja fundi og lögðu árar í bát, svo ekki sé talað um fordæmið, sem er hið herfilegasta og grefur um sig. Óstundvísi er hinn mesti löstur í fari félagsmanna, átumein í öllu starfi, enda andstæða félagshyggj- unnar. Verkafólk á að vinna gegn henni af alefli í stéttarfélögum sín- um. Og í því efni ber hverjum einum að gera fyrstu kröfuna til sjálfs sín. Að sjálfsögðu geta komið fyrir gild forföll, en þá ber að tilkynna þau. Nauðsynleg tengsl. Það þótti með réttu mikill ávinn- ingur að fá því framgengt með samn- ir.gsákvæði, að hægt væri að inn- heimta félagsgjöld verkalýðsfélaga hjá atvinnurekanda þeim, er viðkom- andi félagsmaður vann hjá. Með þessu var hægt að innheimta á einum stað tugi félagsgjalda, sem annars hefði þurft að tína upp í mörgum áttum, eitt og eitt, og í sumum tilfellum ó- heimtanleg gjöld sakir fjarvista og takmarkaðra starfskrafta verkalýðs- félaganna. Þetta jók fjárráð félaganna og bætti starfsskilyrðin. — En engin rós er án þyrna. Og þetta innheimtu- lag hefur líka sína ókosti, sem slá verðui' varnagla við: Það hefur víða viljað brenna við að þeir félagsmenn, sem þannig greiða gjöld sín án per- sónulegrar snertingar við félag sitt, slitni úr tengslum -við það. Úr þessu verður að bæta á einhvern hátt, því ekkert er nauðsynlegra en gott sam- band félagsmanna við stéttarfélag sitt og forystu þess. 150 VINNAN ng verhalýðiirinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.