Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 12
bjóða sér til lengdar þá taumlausu fé
fiettingarpólitík, sem núverandi rík-
i.'istjórn heldur verndarhendi sinni
yfir og rekur sjálf gagnvart launa-
stéttum landsins og lífæð atvinnu-
lífsins.
Verkalýðssamtökin bregðast hlut
verki sínu og skyldum, ef þau halda
að sér höndum og hafast ekki að,
meðan lífskjörin eru brotin niður aí
óprúttnum kaupahéðnum, sem treysta
því, að sér leyfist allt, þar sem þeir
hafi ríkisvaldið að öruggum bak-
hjarli.
Verkalýðssamtökin hafa einu sinni
knúið ríkisvaldið til nokkurra verð-
lækkana. Við þá sátfagjörð var illa
staðið. Og í upphafi verkfallsins í vor
tiikynnti ríkisstjórnin, að hún gæti
engar verðlækkunarráðstafanir gert.
Þá var aðeins um tvennt að velja:
Ofið á vefgrind.
Að þola kjaraskerðingu liðinna ára
bótalaust og hafast ekki að. Eða
knýja fram nýjar skiptareglur í þjóð-
félaginu með hækkuðu kaupi og
augnu öryggi, ef afvinnuleysi bæri að
höndum.
Þetta síðasta var gert. Og það var
eina færa leiðin eins og á stóð. Nú er
að gæta sigursins. Með ákveðnum og
róttækum aðgerðum gegn verðhækk-
unum og vaxandi dýrtíð getur ríkis-
stjórnin haldið uppi gengi krónunnar
og varðveitt vinnufrið í landinu.
En ef hún kýs heldur að þjóna
bröskurunum og veita þeim fullt
frelsi til að féfletta almenning, kostar
það nýtt dýrtíðarflóð, hrörnun at-
vinnulífsins fall krónunnar og stríð
við alþýðusamtökin í landinu.
Alþýðusamband íslands“.
Að Reykjalundi er nú að verða all
reisulegt að líta. Auk hinnar miklu
aðalbyggingar og smáhúsa vistmann-
anna eru nú risnir af grunni og komn-
ir í nofkun tveir miklir vinnuskálar,
En hér skal þó ekki látið staðar
numið. Er nú unnið að smíði tveggja
hæða byggingar 60 metra langrar.
Þar munu verða m. a. þvottahús,
slraustofur, kennslustofur fyrir iðn-
nám vistmanna, verzlun, vinnustofur.
íbúðir starfsfólks o. fl. -— Verið er
þegar að steypa þennan hluta bygg-
ingarinnar. — Þá tekur við grunnur
að stórri byggingu. í henni skal vera
birgðaskemma fyrir fullunna vöru,
skrifstofur og fundarherbergi fyrir
heimilisstjórn, kvikmyndasalur o. s.
frv. — Er bygging sú, sem nú er í
smíðum áföst aðalbyggingunni og á
að tengja hana vinnuskálunum,
þannig að innangengt verði þar í
milli.
138
VINNAN og verkalýðurinn