Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 14
nlJlfacbmlypð
Saga eítir ANDRÉS TYCHO
Yísindamennirnir hafa nú fundið
Lipp nýja pillu sem sagt er að haíi
þau áhrif, að hver sem hana gleypir,
losnar að fullu og öllu við kvíða og
óttakennd. Forráða-menn efnagerðar-
innar, sem býr pilluna til láta hafa
það eftir sér, að þeim þyki miður
farið, að þetta hafi orðið heyrum
kunnugt, og í raun réttri séu þeir
aðeins á tilraunastiginu með tilbún-
inginn,. en þeir telja samt líklegt að
hafin verði stórkostLeg framleiðsla
á þessu lyfi innan skamms.
Sjálfsagt hafið þér lesið um allt
þetta í dagblöðunum, en það er nokk-
uð annað sem þér vitið áreiðanlega
ekki, en það er, að fyrir nokkrum
árum var slík pilla fundin upp i
vini úr hópi jafnaldra og félaga á
flotanum. Hann fær bréf úr ýmsum
áttum, frá námumönnum austan úr
Karaganda og Vorkuta, málmsteypu-
mönnum í Úral og Úkraínu, mönnum.
norðan úr Pólarlöndum, samyrkju-
bændum frá Síberíu og fjölda vina
úr alþýðulýðveldunum. Honum ber-
ast bréf frá ungu fólki, öldungum og
börnum. Allir þekkja Jim, negra-
drenginn úr kvikmyndinni „Zirkus“.
Jim Petterson er líka ungt skáld,
sem yrkir um ættland sitt og þjóð,
friðarhugsjónina og lífið á sjónum.
Á myndinni er hann í hópi félaga
sinna að flytja eitt af sínum nýjustu
Ijóðum.
annari efnagerð, en hætt var við
framleiðslu á henni. Af tilviljun get
ég vottað að pillur þessar voru reynd-
ar, og skal eftir beztu getu segja frá
hvað gerðist.
I þann tíð hafði ég atvinnu í þessari
pilluverksmiðju, tiltölulega stóru fyr-
irtæki, sem hafði efnast vel á að bú.'t
til með heimseinkarétti samsull nokk-
urt, sem reyndar hver og ein hús-
móðir hefði eins vel getað mallað
heima í bakarofni sínum.
Sjálfsagt muntu kannast við C.C.C.
Holm forstjóra, hans er oft getið í
blöðunum. Endrum og eins hafa
’olaðamennirnir viðtöl við hann og
segir hann þar, að meðalaverksmiðj-
urnar noti stórfé í vísindarannsóknir
:í þágu hins hrjáða mannkyns. Það
vildi svo vel til að ég vann einmitt í
rannsóknardeildinni. Mikil leynd
hvíldi yfir starfi okkar, því að mann-
kynið mátti fráleitt vita um hvers-
konar þjónustu við í kyrrþey vorum
að láta því í té.
Verið getur að konur þær sem
iesa þessar línur uppmáli fyrir sínum
hugskotssjónum háan mann og herða-
breiðan, í hvítum kyrtli, mann, er
.nr.eð hnykluðum brúnum, virðir fyr-
ir sér efnablöndu í bjúgflösku, sem
hann ber fyrir ljósið. En vegna þess
að maður á alltaf nokkuð í hættu um
að sannleikurinn komi um síðir í
iagsljósið, þykir mér rétt að segja
strax eins og er að ég var í venju-
legum samfestingi og hélt mig mest
i kjallaranum, þar sem ég fóðraði
jöfnum höndum miðstöðvarketil fyr-
irtækisins, hvítar mýs þess, marsvín
og apa.
Hvað sjálfum mér viðkemur hefst
sagan á því að ég varð þrisvar sinnuin
dag hvern að drasla nokkrum stærstu
dpunum úr kjallaranum upp í eina
140
VINNAN og verlialýÖurinn