Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 20
veiðistöðvum landsins,
hann var sjómaður í 41
ár samfleytt, þar af 27
ár sem vélamaður. Mun
hann vera einn af elztu
mótoristum landsins,
enda byrjað vélamanns-
starfið á fyrstu árum
mótorbátaútvegsins hér
á landi. •—• Þórarinn er
alkunnur dugnaðar- og
atorkumaður að hverju
sem hann gengur til sjós
og lands. Hefir hann
jafnan haft mikinn á-
huga fyrir opinberum
málum og ætíð verið ó-
trauður málsvari verka-
lýðssamtakanna. -- Þór-
arinn var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans hét
Kristín Hildur Einars-
dóttir, ættuð frá Seyð-
isfirði. Seinni kona hans
var Guðrún Magnús-
dóttir, ættuð af Álfta-
nesi. Hann á þrjú upp-
komin börn á lífi og
fleiri afkomendur.
Þórarinn hefir um
langt skeið starfað 1
Reykjavík sem inn-
heimtumaður hjá fyrir-
tækinu Bræðurnir
Ormson og gegnir enn
því starfi. •— Ekki
verður þess enn vart að
marki að árin hafi beygt
hann eða bælt. Enn er
jafnan hressandi og
gott að eiga stund með
Þórarni.
Alþjóáamáliá esperanto
Samgöngur aukast með ári hverju landa á milli, en hver þjóð talar sitt
tungumál og almenningur hefir ekki tök á að læra mörg tungumál, sér til
gagns, svo tímafrekt er það og kostnaðarsamt.
Sameiginlegt hjálparmál er því eina færa leiðin fyrir almenning og allar.
smærri þjóðir heims til þess að komast í milliliðalaust samband við al-
menning í öðrum löndum.
í þessu augnamiði er esperantó sjálf'kjörið tæki. Það hefir skipulagðan
félagsskap í flestum löndum heims til þess að annast menningarleg sam-
bönd við esperantista í öðrum löndum og leiðbeina þeim sem ferðast vilja
milli landa. Esperantó hefir fengið viðurkenningu hjá menningarstofnun
sameinuðu þjóðanna, sem fullkomið mál, er jafngildi hverri þjóðtungu.
Esperantistar hafa einnig stofnað til samtaka er hafa eflingu heimsfriðar
sérstaklega á stefnuskrá sinni. Þeir eru sannfærðir um að varanlegur friður
verði ekki tryggður án sameiginlegs hjálparmáls, sem sé eign alls heimsins,
en ekki séreign neinnar þjóðar. Á þessum grundvelli hafa þeir fyrir IV2 ári
síðan hafið útgáfu á blaðinu Paco, sem kemur út mánaðarlega og skiptast
félagsdeildirnar á um að gefa blaðið út, hver sinn fyrirfram ákveðna mánuð.
Þannig mun blaðið koma út fyrst um sinn í allt að 12 þjóðlöndum.
Þeir sem áhuga hafa á þessum félagsskap geta snúið sér til Þorsteins Finn-
bjarnarsonar gullsmiðs Njálsgötu 48 og blaðið geta þeir pantað hjá Kristófer
Grímssyni Silfurteig 4, Rvík. Sími 4326.
Kristófer Grímsson.
I II)
VINNAN og verkalýÖurinn