Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 22
lag milli þeirra allra, áður en hægt
er að framkvæma algera vinnu-
stöðvun hjá þeim vinnustað. Hins-
vegar er minna um óvirka með-
limi því sá verkamaður sem geng-
ur í verkalýðsfélag gerir það af
áhuga og skilningi á verkalýðs-
baráttunni.
Dagana 12.—17. júní s 1. hélt
CGT 30. þing sitt og var það hald-
ið í geysistórum sýningarskála, við
Porte de Versailles, í París. Þingið
sátu nær 2500 fulltrúar, bæði úr
heimalandinu og nýlendunum, og
fjöldi gesta. Meðal gesta þingsins
var sendinefnd frá Alþjóðasam
bandinu, WFTU, undir forystu að-
alritara þess, Louis Saillant, full-
trúar frá Sovétríkjunum og öðrum
alþýðuríkjum, Ítalíu, Kanada,
Belgíu, Viet Nam, Luxemburg, ís-
landi og víðar. Þá var og gestur
þingsins Bryn Roberts aðalritari
landssambands opinberra starfs-
manna í Englandi. Fluttu allar
sendinefndirnar þinginu kveðjur
og færðu því gjafir.
Skýrslu framkvædanefndai'inn-
ar flutti annar aðalritari sam-
bandsins, Benoit Frachon. Rakti
hann hina hörðu kjarabaráttu
franska verkalýðsins á undanförn
um árum, sem að vísu hefði fært
honum marga sigra, en þó ekki
nóg til að hindra kjararýrnun.
Þannig að kjör hans nú væru ekki
eins góð og þau hefðu verið á
tímum ,,Alþýðufylkingarinnar “
Áhrif CGT meðal verkalýðsins
hefðu vaxið að mun, og nefndi í
því sambandi tölur er sýna að
áhrif þess eru miklu meiri en
meðlimatalan gefur til kynna. Eini
möguleikinn til að tryggja árang-
ursríka sókn verkalýðsins væri ef
takast mætti að skapa einingu hans
í hagsmunabaráttunni.
Lagði hann fram tillögur fram-
kvæmdanefndarinnar að bréfi til
hinna sambandanna, þar sem
skorað er á þau að taka upp nána
samvinnu við CGT, um hagsmuna-
málin, og jafnframt skorað á FO,
samband hægri kratanna, að taka
upp umræður um sameiningu sam-
*----, Cíllgl
CGT. I ft*tnri röð
íulltr. Ki a Sov_
étríkjaniRj ann_
ari röð i miðri
myndinií sjást
Magnús iijarnas.
og BjörnÖjamas.
bandanna á ný. Þessi tillaga var
samþykkt einróma og bréfið sent
til sambandanna, samdægurs. Að
lokum lagði Frachon fram tillög-
ur framkvæmdanefndar að ,,Bar-
áttustefnuskrá". Leggur hún höf-
uðáherzlu á miskunnarlausa kjara-
baráttu og einingu verkalýðsins i
þeirri baráttu. Umræður þingsins
snerust að mestu um hana og var
glf ■; Ml
. ’^'jÉÉKSÍ^P'SH * ■: • s’f-Æ&í-: -** Mae
hún einróma samþykkt í þinglok-
in.
Það var ekki um villst að tillaga
þingsins um samvinnu og samein-
ingu sambandanna átti sér sterk-
an hljómgrunn í hugum franska
verkalýðsins. Næstu daga kom
hver sendinefndin af annarri af
vinnustöðum í París og nágrenni í
heimsókn á þingið, til að lýsa yfir
fylgi sínu við þessa tillögu og til
að votta CGT traust, sem forystu-
liðs franska verkalýðsins. I þess-
um sendinefndum voru meðlimir
allra sambandanna er einhuga
tjáðu þinginu heitustu ósk verka-
lýðsins, eininguna í hagsmuna-
baráttunni Verkamenn í fjarlæg-
um landshlutum tjáðu einnig vilja
sinn í sömu átt, með fundarsam-
þykktum og skeytasendingum til
þingsins.
Þingið samþykkti fjölda álykt-
ana í hagsmuna- og menningar-
málum verkalýðsins. Þá fordæmdi
það harðlega framkomu stjórnar-
valdanna gegn verkalýð frönsku
lýlendnanna, þá miskunnarlausu
kúgun sem beitt er gegn þeim og
hvatti allan verkalýð að sína sam-
stöðu sína með þeim í verki.
Það, sem einkenndi þetta þing
framar öllu öðru var óbilandi bar-
áttukjarkur og örugg vissa um
mátt einingarinnar.
Gestir þingsins nutu framúr-
skarandi gestrisni og var allt gert
til þess að gera þeim dvölina sem
ánægjulegasta. Skemmtiferðir
voru farnar um borgina, meðal
annars um alla minnisverðustu
staði úr byltingunni, einnig var
farinn tveggja daga skemmtiferð
um norður Frakkland.
148
VINNAN og verkalýðurinn
VINNAN og verkalýBurinn
149