Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 8
Sameinumst gegn dýrtíðinni
Á meðan vinnandi fólk verður að lúta ríkisvaldi, sem þjónar hags-
munum auðstéttarinnar og völdin hafa þeir, sem hagnast á að selja
því nauðsynjavörur með sem mestri álagningu annarsvegar og kaupa
vinnuafl þess hins vegar með sem lægstu verði, þá hlýtur verkafólkið
að beina stéttarsamtökum sínum jöfnum höndum gegn hvoru tveggju.
Annað væri í fyllsta máta óeðlilegt. — Þegar verzlunarauðvaldið
og ríkistæki þess hafa spennt boga verðskrúfunnar svo að
verkafólki er ekki lengur lífvænlegt af óbreyttu kaupi er ekki
önnur leið til bjargar en kauphækkunarleiðin og hún er að sjálfsögðu
valin. Svo notar auðstéttin þessa launabót, þótt eðlileg sé og bein af-
leiðing fyrri verðhækkana, fyrir átyllu til nýrra og óréttmætra verð
hækkana og nýtur í því ýmist vinsamlegs hlutleysis eða stuðnings
ríkisstjórna sinna. Þetta er gömul og margendurtekin saga, sem allir
kannast við. Þetta er einmitt það, sem nú gerist meðal vor.
Við þessar þjóðfélagsaðstæður er ný krafa um kauphækkun í fyllsta
máta réttlætanleg og eðlileg. En gagnráðstafanir verkalýðsins eru
fleiri: hann færir út kvíar sinnar stéttarlegu hagsmunabaráttu yfir
á verzlunarsviðið, stofnar sín eigin neytendafélög til að tryggja sér
kaup á nauðsynjavörum með þeirri álagningu sem minnst er hægt
að komast af með. Með þessum samtökum tryggir hann sér hverju
sinni það lægsta verð, sem mögulegt er. Og með þessu er gerð ráð-
stöfun, sem getur haft ómetanleg áhrif í verzlunarmálunum almennt:
Ef hann fjölmennir í þessi verzlunarsamtök sín eins og t. d. í verka-
lýðsfélögin og leggur við þau alúð geta þau orðið þess megnug að halda
niðri verðlagi almennt, til ómetanlegs gagns fyrir allan fjöldan og
orðið ómetanlegt vopn í baráttunni gegn dýrtíðinni. Og á þessu
sviði eru þau þeim mun áhrifameiri sem alþýðan stendur fastar og
almennar saman um þau. — Kaupfélög alþýðunnar eru rökrétt fylgi-
ráðstöfun þess að starfrækja verkalýðsfélög, þau eru eitt þýðingar-
mesta vopn verkalýðsins til að verja og drýgja árangur verkalýðs-
félaganna í kaupgjaldsbaráttunni. Verkamaður, sem skilur nauðsyn
þess að hafa verkalýðsfélag en sér ekki hina mikilvægu þýðingu stétt-
arlegra verzlunarsamtaka þ. e. kaupfélagsins er sjálfum sér ósam-
kvæmur, hann glatar með annri hendinni því sem hann aflar með
hinni.
Til að sannfærast um mikilvægi eigin verzlunarsamtaka þarf
verkamaðurinn ekki annað en að gefa því gætur hvaða hugarþel stétt-
arandstæðingurinn ber til þeirra. Allir, sem til þekkja, vita að saga
134
VINNAN og verkalýðurinn