Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Síða 13

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Síða 13
Hver er þessi ungi maður á myndinni fyrir ofan — hvað er það, sem hann hefur að tjá svo athyglisvert, sem svipur áheyrendanna gefur í skyn? Hann heitir Jim Petterson og lék tveggja ára gamall negradrenginn í hinni frægu sovétkvikmynd „Zirkus“: við mikla hrifningu almennings, fyrir 19 árum. Síðan hefur þessi kvikmynd verið sýnd víða um lönd og er enn í góðu gengi. Hinn vinsæli Jim úr kvikmyndinni heitir einnig Jim sínu rétta skírnar- nafni. Faðir hans, Lloyd Petterson, hröklaðist frá Bandaríkjunum vegna atvinnuleysis á kreppuárunum milli stríða. 1933 kom hann til Moskva og fékk síðan ríkisborgararétt í Sovét- ríkjunum. Hann giftist rússneskri stúlku, og Jim er þeirra fyrsta hjónabandsbarn. — Jim litli sem átti því láni að fagna að þurfa ekki að reyna böl kynþátta- misréttisins, reyndist duglegur að læra í barnaskólanum, tók þátt í öllu félags- lífi barnanna og varð áhugasamur fé- lagi í náttúrufræðileshring skólans. — Þegar hann hafði aldur til gekk hann í Machímo sjóliðaskólann, fór á seglskip, (skólaskip) lagði jafnframt stund á rússneskar bókmenntir, sigl- ingasögu og ýmislegt tilheyrandi sigl- ingafræði. — Nú sækir Jim Petterson fyrirlestra í flotaháskólanum í Leníngrad sem verðandi skipstjórnarmaður að menntun. — Jim á ekki aðeins marga Hver er hnnn? VINNAN og verkalýðurinn 139

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.