Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 28

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 28
Bergmál --------------------- Við getum áreiðanlega fundið þær, þótt niðamyrkur væri.“ „Við verðum einmitt að leita þær upp undir slíkum kringum- stæðum,“ svaraði Hawke og glotti, „svo að það kemur sér eins vel að þið ratið um eyjuna blindandi.“ Samtalinu gegnum gluggann var slitið í skyndi, er káetudyrn- ar opnuðust óvænt upp á gátt. Málararnir tveir höfðu rétt að- eins svigrúm til að hverfa frá glugganum áður en Spitfire gekk inn í káetuna. Hawke sá það samstundis að hún var æst og óróleg. Alls ólík hinni skálmandi, öruggu skjald- meyju, sem hann hafði fyrr kynnzt. Einhvern veginn fannst honum sem hún væri kvenlegri og aðdáanlegri á allan hátt nú. Góða stund stikaði hún fram og affur um káetuna og virti fyrir sér gimsteina, ómetanlega skart- gripi og austurlenzkan glitvefn- að. Því næst settist hún skyndi- lega og óvænt á púða í sófanum út við glugga káetunnar og horfði hvasst í augu Hawkes.“ „Ég sagði yður, að ég kyssti aðeins er mér sjálfri þóknaðist, ekki satt? Ég kom til að segja yður, að nú þóknast mér það! / Þér gortuðuð af því fyrsta dag- inn, sem þér voruð hér, á meðan -----------------------Apríl hendur yðar voru bundnar á bak aftur, að þér gætuð sitt af hverju, ef þér hefðuð frjálsar hendur, og nú — nú gefst yður tækifæri til að sýna það, herra Hawke.“ Hann greip andann á lofti og leit flóttalega til dyranna. Síð- an tók hann penna sinn og fletti við blaði í kladdanum á borð- inu. „Ég — ég vona, að þér haf- ið mig afsakaðan, ungfrú Ste- vens,“ muldraði hann í barm sér, í afsökunartón, „en eins og þér sjáið sjálfar, þá er ég mjög önnum kafinn eins og er.“ Spitfire hallaði sér áfram næstum máttvana of undrun og reiði. „Hvað!“ var allt, sem hún gat sagt. Hawke forðaðist að líta á hana. „Já,“ stamaði hann, „ég harma það að geta ekki látið skemmtunina sitja í fyrirrúmi fyrir hinum aðkallandi skyldu- störfum, en ég hefi strengileg fyrirmæli frá Brasiliano kaftein um að láta ekkert glepja fyrir mér við þessi störf----.“ Hann þagnaði snögglega, Spitfire hafði gengið að borðinu til hans og stóð nú yfir honum með skammbysu í hönd, titrandi af geðofsa. Hawke lyfti báðum höndum — 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.