Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 42

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 42
Apríl B E R G M Á L------------------ frá þér á kistuna á hverjum degi. En síðan Edyth kom .... Ef til vill hefi ég fyllzt oflæti, af því þú skrifaðir mér svo oft. Að minnsta kosti var eftirvænt- ing mín farin að dofna — það fann ég bezt þennan eftirmið- dag. Ég vildi ekki láta sjást eftirvæntingu í fasi mínu, jafn- vel mannlaust húsið mátti ekki verða vitni að þeim ákafa, sem gagntók mig. Ég neyddi sjálfa mig til að ganga stillilega þvert yfir anddyrið og látast hafa eins mikinn áhuga á hinum bréfun- um mínum,' sem raunverulega voru fánýt og einskisverð. Mér tókst jafnvel að láta bréfið þitt renna kæruleysislega niður í kjólvasa minn. Ég gekk upp all- an stigann, án þess að stíga yfir eina einustu tröppu. Alveg ná- kvæmlega eins og ég var vön, er ég gekk upp í herbergi mitt á daginn til að snyrta mig, áður en teið var drukkið og ekkert sérstakt var í vændum. Eitt krónublað lá á gólfinu í her- bergi mínu. Það hafði fallið af blómum, sem farin voru að fölna, af því þau höfðu staðið of lengi í blómavasanum, enda þótt ekki væri það af van- hirðu. — Það hefði átt að vera búið að endurnýja þau fyrir nokkru, en það var orðið svo langt um liðið síðan þú sendir mér blóm síðast. Þessi voru hin síðustu, sem þú hafðir sent mér — þessi gulnuðu og fölnuðu krónublöð, sem farin voru að falla, líkast brostnum vonum. Edyth bar orkideur á kjólnum sínum síðast liðinn sunnudag, er hún kom úr leik- húsinu. Hún bar þær þannig, að auðséð var, að hún vildi láta veita þeim athygli, en jafnframt sá ég að hún var svolítið kvíðin fyrir því hvað ég myndi segja.. Vissulega hefði það verið kjánalegt, að láta leikhúsmið- ana liggja ónotaða, þótt ég gæti ekki farið. Mér þykir vænt um, að þú skyldir taka hana með þér í minn stað. Edyth er svo hrifin af góðri hljómlist. Ég geri að minnsta kosti ráð fyrir að svo sé, því að þegar hún kom heim, var hún rjóð og sæl- leg, augu hennar dreymandi en þó björt, eins og hún hefði lifað ógleymanlega kvöldstund. Hljómlistin hafði alltaf slík áhrif á mig áður fyrr —. Nú veit ég að ég þarf að hafa ein- hvern við hlið mér, sem nýtur hennar einnig. Ég nýt ekki hljómlistar — alein. Ég varð að tína margar grammófónplötur úr sófanum 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.