Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 11

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 11
1 954 -------------------------- í veiðiferðum. Li sagði því að hann kysi hinn karlmannlega þjón, sem var hálf grimmdar- legur í útliti. — Hann þakkaði því næst konunni fyrir og hélt á brott. Er hann var kominn út fyrir múrinn, sneri hann sér við til að líta enn einu sinni á höll- ina, en hún var þá horfin. Hann sneri sér þá að hinum nýja þjóni sínum og ætlaði að spyrja hann hverju þetta sætti, en hann var þá horfinn líka. Hann komst fylgdarlaust heim til sín, en þegar hann fór þar um, sem þorpið hans hafði stað- ið, var þar ekkert að sjá annað en stöðuvatn og stóð ekkert upp úr annað en hæstu trjátoppar. í- búarnir höfðu allir drukknað um nóttina. Síðar varð Li mikill hershöfð- ingi, og stjórnaði sigursælli her- för, sem lyktaði með stofnun Tang konungshússins. En öll hin mörgu ár, sem hann þjónaði keisaranum, sem varð einkavin- ur hans, náði hann aldrei svo hátt að verða forsætisráðherra eða stjórnmálaleiðtogi og það var vegna þess að hann hafði ekki valið hinn greindarlega og viðfelldna þjón. Það er almennt álit manna, að góðir hershöfð- ----------------- Bergmál ingjar komi jafnan að vestan eða norðvestan frá fjallahéruðunum Tungkwan Pass, og góðir stjórn- málaleiðtogar austan frá slétt- unum um miðbik landsins. Ef til vill var staða hinna tveggja þjóna í salnum táknræn. Ef að Li hefði þegið báða þjón- ana og tekið þá með sér á brott úr höllinni, þá myndi hann hafa orðið stjórnmálaleiðtogi jafn- framt því að verða yfirhers- höfðingi, og æðsti maður í rík- isstjórn landsins. Presturinn lýsti ógnum helvítis í ræðu sinni, og að ræðunni lokinni bað hann alla viðstadda, sem vildu fara til himnaríkis að rísa úr sætum sínum. Allir stóðu upp, nema einn ungur maður, sem sat við hlið laglegrar, ljóshærðrar dömu. „Og hvert munduð þér vilja fara, ungi maður?“ spurði prestur þrumandi röddu. „Ég vil helzt ekki fara neitt,“ svaraði ungi maður- inn. „Mér líður prýðilega þar sem ég er nú.“ • . . ★ Það er ósk og von allra góðra for- eldra, að börnum þeirra megi takast að leysa viðfangsefnin, án hjálpar ann- arra — einkum á þetta við um heima- dæmin. ★ Þeir, sem hata aðra menn, hegða sér álíka heimskulega og maðurinn, sem brenndi hús sitt til þess að losna við eina rottu. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.