Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 34

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 34
B E R G M Á L ---------------------------------_ AprÍL lega. En í kvöld einbeitti hann sér samt eingöngu að því að þurrka leirinn. Á eftir kom hann sér fyrir í hægindastól, og Libbby, sem hafði farið í innislopp fyrir kvöldmatinn, bjó makindalega um sig í sófanum og tók fram peysu, sem hún hafði byrjað að prjóna í sumarfríinu. Það var langt um liðið síðan hún hafði snert á þessari peysu, og þegar Hank sá hana, kallaði hún fram í huga hans margar skemmti- legar stundir, sem fengu hann til að brosa, og hann var jafnvel kominn á fremsta hlunn með að segja eitthvað, en hann sá sig þó um hönd í tæka tíð, því að Libby skyldi svei mér ekki halda að hann væri að bráðna. Þetta varð óvenju löng kvöld- stund. Þegar klukkan var orðin níu og Hank var orðinn vonlaus um að nokkur heimsækti þau, var hann sokkinn enn dýpra niður í stólinn og teygði fæt- urna fram á mitt gólf. Libby lagði nú frá sér prjónapeysuna. „Ég ætla að búa til te,“ sagði hún. Ekkert svar. Hún gekk fram í eldhúsið, og hann heyrði að hún fyllti ketil- inn af vatni. „Má bjóða þér te?“ hrópaði hún. „Nei“. Jafnskjótt og hann hafði svarað, sá hann eftir því að hafa afþakkað. Hann hafði í raun og veru beztu lyst á tei, með einni brauðsneið eða köku- bita. En stolt hans kom í veg fyrir að hann segði það, og Libby gekk ekki eftir honum. Og til að bæta gráu ofan á svart, kom hún með teið inn í stofu og drakk það fyrir augunum á honum, og vitanlega borðaði hún stærðar brauðsneið með. Hank kvaldist af að horfa á þetta. Er hún hafði lokið þessu, stundi hún ánægjulega. „Ah, þetta var indælt,“ sagði hún, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Libby leit snöggt til hans, og var eitthvert dularfullt blik í augum hennar, svo tók hún peysuna, breiddi úr henni á hné sér, og virtist skoða hana gaumgæfilega. Hún strauk við- kvæmnislega yfir hana og sagði: „Þetta er svo sérstaklega falleg- ur litur.“ „Mmmmm.“ * Svo sagði hún ekki fleira. Framh. á bls. 34. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.